Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

31. fundur 15. júlí 2008 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 26. júní 2008 voru tilboð opnuð í verkið Sauðárkrókshöfn, Suðurgarður samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Siglingastofnun og Stoð ehf verkfræðistofu. Fimm tilboð bárust í verkið,frá Víðimelsbræðrum ehf.kr.94.550.570.- Steypustöð Skagafjarðar kr. 124.286.165.- KNH ehf kr. 127.727.700.- Klæðningu ehf kr. 141.000.000.- og Háfelli ehf kr. 231.507.700.- Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 133.747.100.- Samþykkt er að taka tilboði Víðimelsbræðra ehf. og ganga til samninga við þá á grundvelli tilboðs þeirra.

2.Úrgangsmál á Norðurlandi

Málsnúmer 0807035Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá Flokkun Eyjafjarðar ehf varðandi sameiginleg hagsmunamál og hugsanlega samstarfsfleti varðandi sorpeyðingu og úrgangsstjórnun. Samþykkt að koma á þeim fundi á haustdögum.

3.Umhverfismál - sumarframkvæmdir

Málsnúmer 0807036Vakta málsnúmer

Rætt um sumarframkvæmdir. Helga Gunnlaugsdóttir fór yfir stöðu sumarframkvæmda. Tekið hefur verið tilboði í aðalskoðun leikvalla frá BSI Island að upphæð kr. 399.000.- Tilboðið nær til skoðunar árin 2008, 2009 og 2010 samkvæmt reglugerð ásamt gerð úttektarskýrslu. Ákveðið að sett verði niður róla á leiksvæðið við Bárustíg.

Fundi slitið - kl. 10:00.