Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

8. fundur 28. ágúst 2014 kl. 15:00 - 16:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri, sat fundinn.

1.Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli

Málsnúmer 1406281Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við að betrumbæta síun á neysluvatni úr Sauðá.
Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 4,3 milljónir. Veitunefnd leggur til að farið verði í framkvæmdina með haustinu og vísar erindinu til byggðaráðs.

2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Fjallað var um stöðu mála vegna hitaveitu í Fljótum. Óskað hefur verið eftir fundi með landeiganda jarðarinnar Langhúsa vegna nýtingar á jarðhita við Dælislaug. Einnig hefur verið haft samband við Þórólf Hafstað, sérfræðing hjá ÍSOR, vegna staðsetningar á nýrri borholu við Dælislaug. Stefnt er að borun og álagsprófun holunnar í haust.

3.Hrolleifsdalur - virkjun holu SK-32.

Málsnúmer 1408143Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála vegna virkjunar á holu SK-32 í Hrolleifsdal. Verkið felst í því að koma niður dælu í holu sem boruð var árið 2012 með 10 tommu stálröri niður á 270,5 metra og dælan verður á 200 m dýpi. Einnig þarf að reisa dæluhús yfir holuna og tengja hana við núverandi stofnlögn. Virkjun á nýrri holu mun auka afhendingaröryggi á heitu vatni til notenda og nauðsynleg viðbót þegar horft er til stækkunar veitusvæðisins.
Búið er að steypa sökkla undir dæluhús og stefnt er á að setja dælu niður í lok september. Ef framkvæmdir ganga vel verður holan tilbúin til notkunar fyrir áramót.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir

Málsnúmer 1408144Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra vegna stofnlagnar um túnahverfi. Síðastliðið ár hefur stofnlögnin bilað a.m.k. þrisvar sinnum og hefur þurft að loka fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi í nokkrar klukkustundir í hvert skipti þegar viðgerð stendur yfir. Lögnin sem um ræðir er 6 tommu lögn sem nær frá Ártúni og upp að dælustöð 2 neðan Sæmundarhlíðar, í allt um 350m.
Veitunefnd samþykkir að vísa endurnýjun stofnlagnarinnar til fjárhagsáætlunnar 2015 og að hönnun lagnar og kostnaðaráætlun verði unnin á þessu ári.

5.Beiðni um svör v/ hitaveitu í Hegranesi - íbúar 5 bæja

Málsnúmer 1405170Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar svarbréf til íbúa á vestanverðu Hegranesi þar sem lagt er til að boðar verði til fundar með íbúum á skrifstofu Skagafjarðarveitna. Fulltrúar veitunefndar, Skagafjarðarveitna og hönnuða munu sitja fundinn með íbúum. Sviðsstjóra falið að finna fundartíma í samráði við fulltrúa íbúa og boða skriflega til fundarins.

6.Lagning hitaveitu um austanverðan Skagafjörð

Málsnúmer 1407052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Rúnari Páli Hreinssyni til veitunefndar. Í bréfinu er óskað eftir að lagning hitaveitu um Deildardal verði tekin til skoðunar í samhengi við 5 ára framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna og að kannaður verði vilji íbúa þar fyrir heitu vatni.
Sviðsstjóra falið að taka saman greinargerð og kostnaðarmat um þau svæði sem falla utan 5 ára áætlunnar.

7.Kynningarferð sveitarstjórnarfulltrúa um veitusvæði Skagafjarðarveitna- haust 2014

Málsnúmer 1408142Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar drög að dagskrá vegna kynningarferðar veitunefndar og sveitarstjórnar um veitusvæði Skagafjarðarveitna.

Fundi slitið - kl. 16:00.