Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2016 - Skagafjarðarveitur
Málsnúmer 1510216Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2016 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir
Málsnúmer 1511074Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2016.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til byggðarráðs.
3.Gjaldskrár 2016 - Skagafjarðarveitur
Málsnúmer 1511075Vakta málsnúmer
Ræddar voru mögulegar gjaldskrárbreytingar hitaveitu og vatnsveitu.
Gjaldskrá hitaveitu vegna heitavatnsnotkunar hefur ekki breytst síðan í júlí 2013 og sama á við um kalt vatn þar sem vatn er selt skv. mældri notkun.
Nefndin leggur til 3,5% gjaldskrárhækkun hitaveitu og vatnsveitu og vísar til byggðarráðs.
Gjaldskrá hitaveitu vegna heitavatnsnotkunar hefur ekki breytst síðan í júlí 2013 og sama á við um kalt vatn þar sem vatn er selt skv. mældri notkun.
Nefndin leggur til 3,5% gjaldskrárhækkun hitaveitu og vatnsveitu og vísar til byggðarráðs.
4.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu framkvæmda í Fljótum.
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, hleypt var á stofnlögn í áföngum frá dæluhúsi við Langhús og í byrjun nóvember var búið að hleypa á alla stofnlögnina að Deplum, samtals um rúmlega 18km leið.
Verktaki vinnur nú að lagningu heimæða og stefnir á að ljúka framkvæmdum við þær á næstu vikum.
Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, hleypt var á stofnlögn í áföngum frá dæluhúsi við Langhús og í byrjun nóvember var búið að hleypa á alla stofnlögnina að Deplum, samtals um rúmlega 18km leið.
Verktaki vinnur nú að lagningu heimæða og stefnir á að ljúka framkvæmdum við þær á næstu vikum.
5.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús
Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer
Borverktaki hefur hætt borun á nýrri borholu við Langhús, LH-03. Samtals voru boraðir um 380m án þess að teljandi vatnsmagn fyndist.
Sérfræðingar ÍSOR hafa skilað Skagafjarðarveitum skýrslu þar sem bent er á nýjan borunarstað í framhaldi af könnun svæðisins og vitneskju frá fyrri holum. Ný hola er staðsett sunnan við dæluhús og telja skýrsluhöfundar að lítil áhætta fylgi borun nýrrar lóðréttrar vinnsluholu, LH-04. Í nýrri holu er stefnt á að ná heita vatninu á 170 til 250m dýpi og ná úr henni meira vatni en núna fæst úr fyrri holum, LH-01 og LH-02.
Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir.
Nefndin leggur til að farið verði í borun á nýrri holu LH-04.
Sérfræðingar ÍSOR hafa skilað Skagafjarðarveitum skýrslu þar sem bent er á nýjan borunarstað í framhaldi af könnun svæðisins og vitneskju frá fyrri holum. Ný hola er staðsett sunnan við dæluhús og telja skýrsluhöfundar að lítil áhætta fylgi borun nýrrar lóðréttrar vinnsluholu, LH-04. Í nýrri holu er stefnt á að ná heita vatninu á 170 til 250m dýpi og ná úr henni meira vatni en núna fæst úr fyrri holum, LH-01 og LH-02.
Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir.
Nefndin leggur til að farið verði í borun á nýrri holu LH-04.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.