Fara í efni

Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 18. fundur - 08.06.2015

Lagt var fyrir fundin minnisblað frá sviðstjóra þar sem fram kemur að samkvæmt rennslisprófunum sem framkvæmd hafa verið í vor er heildarrennsli frá svæðinu við Langhús, nýrri og gammalli holu, um 5 l/s. Til að anna hámarksrennsli á fullfrágenginni veitu í Fljótum þarf að auka vatnsmagnið um að lágmarki 2 l/s.
Í maí mánuði var einnig framkvæmd lóðun á holunni þar sem þungu lóði er slakað ofan í holuna til að athuga hvort einhver fyrirstaða sé í henni, en hitamæling ÍSOR hafði gefið til kynna að fyrirstaða væri í holunni á ca. 140m dýpi. Samkvæmt lóðun á holunni er fyrirstaða í henni á um 150 til 160m dýpi. Til þess að opna holuna þarf því að fá á staðinn borvagn sem borar í gegnum fyrirstöðuna og hreinsar holuna.
Veitunefnd leggur til að samið verði við Þórsverk um hreinsun á holunni og borun á nýrri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 18. fundar veitunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 09.09.2015

Borverktaki, Þórsverk ehf., hefur hafið vinnu við borun á nýrri holu við Langhús, LH-03. Stefnt er á að ljúka borun holunnar í næstu viku.
Búið er að koma fyrir dæluhúsi við Langhús ásamt loftskilju en tengivinna lagna er eftir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 19. fundar veitunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 21. fundur - 12.11.2015

Borverktaki hefur hætt borun á nýrri borholu við Langhús, LH-03. Samtals voru boraðir um 380m án þess að teljandi vatnsmagn fyndist.
Sérfræðingar ÍSOR hafa skilað Skagafjarðarveitum skýrslu þar sem bent er á nýjan borunarstað í framhaldi af könnun svæðisins og vitneskju frá fyrri holum. Ný hola er staðsett sunnan við dæluhús og telja skýrsluhöfundar að lítil áhætta fylgi borun nýrrar lóðréttrar vinnsluholu, LH-04. Í nýrri holu er stefnt á að ná heita vatninu á 170 til 250m dýpi og ná úr henni meira vatni en núna fæst úr fyrri holum, LH-01 og LH-02.
Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir.
Nefndin leggur til að farið verði í borun á nýrri holu LH-04.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 718. fundur - 19.11.2015

Samkvæmt bókun 21. fundar veitunefndar er lagt til að boruð verði ný hola við Langhús í Fljótum, LH-04. Áætlaður kostnaður við nýja holu er 8 til 10 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði unnið og gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun ársins 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 718. fundar byggðaráðs staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 21. fundar veitunefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 23.08.2016

Dýpkun á holu LH-04 við Langhús lauk í byrjun júlí. Holan varð aðeins um 170m djúp og skilaði margfalt meira vatni en vonir stóðu til. Samkvæmt afkastamælingu sem Þórólfur Hafstað, sérfræðingur hjá ÍSOR, framkvæmdi eftir að boruninni lauk gefur holan allt að 35 l/s af rúmlega 100°C heitu vatni.