Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu
Málsnúmer 1509046
Vakta málsnúmerVeitunefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 09.09.2015
Lagður var fyrir fundinn samningur milli Skagafjarðarveitna og Hólaskóla vegna sölu Skagafjarðarveitna á sjó úr sjóveitu til Versins Vísindagarða. Samningurinn, sem gerður var til 10 ára, var undirritaður 26. október 2005 og rennur því út í lok október í ár. Sviðstjóra falið að ganga til viðræðna við Hólaskóla um áframhaldandi sölu á sjó til Versins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 19. fundar veitunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 24. fundur - 23.03.2016
Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna samnings við Hólaskóla um sjóveitu.
Samningur um sölu Skagafjarðarveitna á sjó til Hólaskóla rann út í lok síðasta árs.
Formanni og sviðstjóra falið að semja við Hólaskóla um gjaldtöku fyrir sjóveitu.
Samningur um sölu Skagafjarðarveitna á sjó til Hólaskóla rann út í lok síðasta árs.
Formanni og sviðstjóra falið að semja við Hólaskóla um gjaldtöku fyrir sjóveitu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 24. fundar veitunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. Apríl 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 18.11.2016
Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við Verið - Hólaskóla vegna sjóveitu.
Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.
Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.