Deiliskipulagstillögur: Hofsstaðir sveitasetur – Hótel og Tumabrekka land 2
Hofsstaðir sveitasetur – Hótel (mál nr. 1480/2024 í Skipulagsgáttinni)
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 27. fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Hofsstaði sveitasetur - Hótel í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt uppdrætti og skýringaruppdrætti dagsett 30.04.2024 unnin af VSÓ ráðgjöf.
Deiliskipulagstillagan sýnir áframhaldandi uppbyggingu sveitaseturs (hótels) með gistirými, gestamóttöku og veitingarþjónustu á landsvæði Hofsstaða í Skagafirði neðan þjóðvegar nr. 76, Siglufjarðarvegar. Skipulagssvæðinu tilheyra tvær lóðir, Hofsstaðir lóð 1 og Hofsstaðir lóð 2. Á lóðunum standa nú þegar nokkrar byggingar sem allar tengjast hótelrekstri sem hefur staðið frá árinu 2010. Aðkoma frá þjóðvegi er til vesturs á gömlum slóða sem hefur verið lagfærður. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Hofsstaði VÞ-8 mál nr. 811/2024 í Skipulagsgáttinni.
Tillaga að deiliskipulagi - Hofsstaðir sveitasetur – Hótel
Tumabrekka land 2, Skagafirði (mál nr. 806/2024 í Skipulagsgáttinni)
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 32. fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Tumabrekka land 2, Skagafirði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt uppdrætti dagsett 08.11.2024 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Deiliskipulagstillagan sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Brekku landnúmer 220570. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðarmarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum ásamt helstu byggingarskilmálum.
Tillaga að deiliskipulagi - Tumabrekka land 2
Deiliskipulagstillögurnar er auglýstar frá 11. desember 2024 til og með 29. janúar 2025. Hægt er að skoða deiliskipulagstillögunar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi málsnúmerum og með því að smella á hlekkina hér að ofan. Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillögunar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 29. janúar 2025. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.
Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar