Fara í efni

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum til þeirra sem eru með hitaveitumæla

23.10.2024

Reikningar sem gefnir voru út nú í október eru uppgjörsreikningar með álestratímabili 18./19. september til 15./16. október og sýna því raunnotkun á því tímabili.

Hér eftir mun gilda sú meginregla að hitaveitureikningar byggja á raunálestri.

Álesturinn fer þannig fram að starfsmenn Skagafjarðarveitna keyra um fjörðinn og þar til gert app í snjalltæki nemur boð frá mælunum sem sýnir notkunina. Ekki verður þörf á að fara inn á heimili til að lesa af mælum. Gert er ráð fyrir að álesturinn fari fram á tímabilinu 16. til 20. hvers mánaðar en reikningar verða áfram sendir út um mánaðarmót.

Gera má ráð fyrir að þessi breyting geri það að verkum að reikningar verða hærri yfir köldu mánuðina og lægri þá hlýrri.

Með þessu er vonast til að bilanir í húskerfum uppgötvist fyrr og greiðendur reikninga geti brugðist við strax ef óeðlileg notkun kemur fram. Við þessa breytingu eiga viðskiptavinir einnig meiri möguleika á að fylgjast með notkun húsnæðisins á ársgrundvelli sér til sparnaðar.

Hægt er að nálgast reikninga á heimasíðu Skagafjarðarveitna www.skv.is (mínar síður). Þar eru einnig upplýsingar um álesturinn og hver dagsnotkun hússins er í m3.