Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Glaumbær lóð 197485 - Um breytta notkun.
Málsnúmer 2208167Vakta málsnúmer
Berglind Þorsteinsdóttir sækir f.h. Byggðasafns Skagfirðinga um leyfi til að breyta notkun íbúðarhúss/bílskúr sem stendur á lóðinni Glaumbær lóð , L197485 í skrifstofur fyrir safnið. Fyrir liggur samþykki Þjóðkirkjunnar, eiganda hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 46280101, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 15. ágúst 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
2.Syðra-Malland L145909 - Umsókn um leyfi til niðurrifs mannvirkja.
Málsnúmer 2211176Vakta málsnúmer
Einar Páll Kjærnested sækir f.h. HVEST eignarhaldsfélags ehf. um leyfi til að rífa mannvirki á jörðinni Syðra-Malland L145909. Umrætt hús er íbúðarhús, matshluti 04 á jörðinni, byggt árið 1926, byggt við húsið árið 1976. Sótt er um leyfi til að rífa þann hluta húss sem byggður er árið 1926. Erindið samþykkt, leyfi veitt.
3.Marbæli Dælustöð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2211178Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Skagafjarveitna um leyfi fyrir dæluhúsi á lóðinni Marbæli Dælustöð, L234958. Húsið sem um ræðir verður byggt á kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki og flutt þaðan á lóðina. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni byggingartæknifræðingi. Uppdrætti í verki 1017101, númer A-100 og B-101, dagsettir 29. og 30. september 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
4.Fjall - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2211285Vakta málsnúmer
Ellert Már Jónsson sækir f.h. Loga Más Birgissonar og Birgis Árdals Haukssonar um leyfi fyrir viðbyggingu/skála við íbúðarhúsið á Fjalli, L146025. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ellert Má Jónssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 25-2022, númer 01, 02 og 03, dagsettir 24. nóvember 2022. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 13:15.