Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

26. fundur 06. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - menningarmál

Málsnúmer 1511025Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun 2016 vegna málaflokks 05 - Menningarmál.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1511027Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun 2016 vegna málaflokks 13 - Atvinnu- og ferðamál.

3.Bókasafnsskírteini

Málsnúmer 1511024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá héraðsbókaverði Héraðsbókasafns Skagfirðinga þar sem óskað er eftir leyfi til að hafa lánþegaskírteini á Héraðsbókasafninu gjaldfrjáls fram að næstu áramótum vegna allra þeirra breytinga sem hafa staðið yfir. Frá og með 1. janúar 2016 yrði farið að innheimta aftur fyrir lánþegaskírteinin.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir beiðnina.

4.Byggðakvóti í Skagafirði

Málsnúmer 1510229Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindi Drangeyjar, smábátafélagi Skagafjarðar, og tekur undir áhyggjur félagsmanna af niðurfellingu byggðakvóta til Sauðárkróks og lækkun hans til Hofsóss. Nefndin mun senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf með rökstuðningi fyrir endurskoðun ákvörðunar og ósk þar að lútandi. Hvetur nefndin félagið til að gera slíkt hið sama.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eindregið eftir því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoði ákvörðun sína um niðurfellingu byggðakvóta til Sauðárkróks og lækkun hans til Hofsóss úr 40 tonnum í 34 tonn. Nefndin fer fram á að byggðakvóta verði úthlutað til Sauðárkróks líkt og undanfarin ár þar sem niðurfelling kvótans yrði mikið högg fyrir smábátasjómenn á staðnum en 17 smábátar frá Sauðárkróki nýttu síðustu úthlutun byggðakvótans. Jafnframt fer nefndin fram á að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Hofsósi. Hofsós hefur átt undir högg að sækja frá því fiskvinnsla lagðist þar af og því mikilvægt að úthlutað sé auknum byggðarkvóta til byggðarlagsins líkt og gert hefur verið gagnvart byggðarlögum sem fengið hafa að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. Hofsós er á biðlista eftir að fá að taka þátt í því verkefni.

Nefndin felur starfsmönnum að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf þessa efnis með ítarlegri rökstuðningi fyrir endurskoðun ákvörðunar þess.

Tillögur nefndarinnar um breytingar á reglugerð nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru að lokum eftirfarandi og tekur nefndin fram að tillaga 1 á eingöngu við ef ráðuneytið fellst á að endurskoða ákvörðun sína um úthlutun byggðakvóta til Sauðárkróks.

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: ”Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 6 þorskígildistonn á skip.“
2. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur jafnframt til að upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: ”Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 88% af því aflamarki sem þau fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu...“ o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öðru leyti.
3. Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að í 6. grein reglugerðarinnar komi ákvæði um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
4. Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.

6.Skilagreinar stýrihópa vegna úttektar á búsetuskilyrðum

Málsnúmer 1510161Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skematísk yfirlit yfir tillögur í skilagreinum stýrihópa vegna úttektar á búsetuskilyrðum. Nefndin samþykkir að gera ráð fyrir að ráðast í þær tillögur sem þar eru lagðar fram og beinir því til annarra nefnda að huga að verkefnum sem að þeim snúa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

7.Norðurlands Jakinn 2016

Málsnúmer 1510219Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi Íslenskra Kraftamanna um stuðning og styrk við aflraunamótið Norðurlands Jakann, keppni sterkustu manna landsins dagana 15. - 17. ágúst 2016 víðsvegar um Norðurland. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að leita samráðs við fjölskyldusvið um útfærslu á mögulegum stuðningi. Afgreiðslu að öðru leyti frestað til næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 10:50.