Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á söngpöllum.
Málsnúmer 1603047Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Karlakórnum Heimi, dagsett 2. mars 2016, en ætlunin er að nýta styrkinn til að endurnýja og bæta við kórpöllum fyrir kórfélaga. Nefndin samþykkir að veita kórnum styrk að upphæð kr. 50.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.
2.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar
Málsnúmer 1603182Vakta málsnúmer
Rætt um áframhaldandi ljósleiðaravæðingu í Sveitarfélaginu Skagafirði. Nefndin samþykkir að sækja um styrk í verkefnið Ísland ljóstengt 2016 og felur starfsmönnum að sækja um fyrir þau svæði sem best falla að umsóknarskilyrðum ársins 2016.
Markmið verkefnisins Ísland ljóstengt er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020.
Markmið verkefnisins Ísland ljóstengt er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020.
3.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer
Rætt um vinnu við gerð stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Móttekin hafa verið tilboð frá tveimur aðilum í gerð slíkrar stefnumótunar. Starfsmönnum falið að fara yfir tilboðin í samráði við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
4.Markaðs-, kynningar- og ímyndarmál Skagafjarðar
Málsnúmer 1510248Vakta málsnúmer
Rætt um markaðs-, kynningar- og ímyndarmál Skagafjarðar í framhaldi af vinnu Capacent við úttekt á búsetuskilyrðum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Samþykkt að ganga til viðræðna við H:N markaðssamskipti á grundvelli framlagðra hugmynda af þeirra hálfu.
Fundi slitið - kl. 17:05.