Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Skagafjarðar
Málsnúmer 1603182
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 736. fundur - 14.04.2016
Lögð fram bókun 31. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 22. mars 2016 varðandi umsókn um styrk í verkefnið Ísland ljóstengt 2016.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 22.04.2016
Kynnt niðurstaða umsókna í verkefnið Ísland ljóstengt 2016. Niðurstaðan hvað Sveitarfélagið Skagafjörð varðar er að styrkur fékkst fyrir 45 tengingum að upphæð kr. 20.685.000,-
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 736. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 32.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 752. fundur - 17.08.2016
Lagður fram samningur á milli Fjarskiptasjóðs og Sveitarfélagins Skagafjarðar um styrkveitingu til uppbyggingar ljósleiðarkerfis í sveitarfélaginu árið 2016. Samtals er styrkveiting að upphæð 20.685.000 kr. vegna 45 tenginga frá Varmahlíð að Marbæli og í Sæmundarhlíð. Einnig lögð fram drög að kynningarbréfi til eigenda íbúðar- og sumarhúsa á fyrirhugaðri lagnaleið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og drög að kynningarbréfi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og drög að kynningarbréfi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 345. fundur - 24.08.2016
Afgreiðsla 752. fundar byggðarráðs staðfest á 345. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2016 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 10.10.2016
Farið var yfir ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Skagafirði.
Sett verður af stað vinna við að hanna og kostnaðargreina ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í sveitarfélaginu.
Ákveðið að fá fulltrúa frá Mílu á næsta fund nefndarinnar.
Sett verður af stað vinna við að hanna og kostnaðargreina ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í sveitarfélaginu.
Ákveðið að fá fulltrúa frá Mílu á næsta fund nefndarinnar.
Markmið verkefnisins Ísland ljóstengt er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020.