Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

70. fundur 16. febrúar 2011 kl. 09:00 - 13:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Starfsemi Markaðsskrifstofu Norðurlands

Málsnúmer 1102076Vakta málsnúmer

Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands kom til fundarins og kynnti starfsemi stofunnar.

2.Starfsemi Félags ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1102077Vakta málsnúmer

Svanhildur Pálsdóttir formaður Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði kom til fundarins og kynnti starfsemi félagsins.

3.Rekstur Upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki 2011

Málsnúmer 1102079Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Minjahúsinu á Sauðárkróki sumarið 2011 með sama hætti og gert var síðasta sumar.

4.Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011

Málsnúmer 1102078Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra falið að halda áfram hugmyndavinnu varðandi skipulag rekstrar upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð á komandi sumri. Niðurstöður skulu liggja fyrir á næsta fundi.

5.Tímasetning Lummudaga

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild Tindastóls þar sem óskað er eftir því að tímasetning Lummudaga verði endurskoðuð. Lummudagar eru haldnir af Skagafjarðarhraðlestinni sem ákveða þar af leiðandi tímasetningu þeirra. Nefndin sér hinsvegar ekki sérstaka ástæðu til að mæla með því að tímasetningu þeirra verði breytt og telur Lummudaga góða viðbót við þá viðburði sem fram fara í firðinum þessa sömu helgi.

6.Ráðstefna um ímynd Norðurlands

Málsnúmer 1102080Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstefnu sem Markaðsskrifstofa Norðurlands stendur fyrir á Akureyri 28. febrúar nk.

7.Gestastofa sútarans

Málsnúmer 1009123Vakta málsnúmer

Svanhildur Guðmundsdóttir þurfti að víkja af fundi og tók því ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðs.

Gunnsteinn Björnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Tekið fyrir erindi frá Gestastofu sútarans þar sem óskað er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu varðandi frekari uppbyggingu stofunnar. Sveitarfélagið hyggst leggja fjármagn í að bæta umhverfi við og aðgengi að Gestastofunni á árinu. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000 og bíður þar að auki fram aðstoð starfsfólks á Markaðs- og þróunarsviði við kynningarmál og annað.

8.Viðbrögð við yfirlýsingum framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1102094Vakta málsnúmer

Svanhildur Guðmundsdóttir þurfti að víkja af fundi og tók því ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðs.

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir neikvæðum yfirlýsingum framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um íslensk matvæli og þeim fullyrðingum að verð á þeim hamli ferðaþjónustu. Nefndin lýsir áhyggjum yfir þeim viðhorfum sem felast í ummælum hennar m.a. varðandi innflutning á matvælum á kostnað íslenskrar framleiðslu. Nefndin vill vekja athygli á að einn helsti vaxtarbroddur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni er matartengd ferðaþjónusta og að í henni felast ótal tækifæri, ekki síst tengd sérkennum einstakra svæða. Þá er bent á að víða á landsbyggðinni er ferðaþjónusta nátengd landbúnaði. Nefndin lýsir einnig furðu yfir áhyggjum framkvæmdastjórans af því að erlendir ferðamenn skilji eftir of mikla fjármuni hér á landi, eins og skilja má ummæli hennar um matarverð og íslensk matvæli.
Nefndin samþykkir að bjóða framkvæmdastjóranum norður í Skagafjörð til að kynna sér ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins, einkum þá blómlegu uppbyggingu sem hér á sér stað í matartengdri ferðaþjónustu og til að bragða á kræsingum úr skagfirsku matarkistunni.

Fundi slitið - kl. 13:00.