Fara í efni

Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012

Málsnúmer 1109259

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 75. fundur - 22.09.2011

Rætt um Atvinnulífsýningu sem haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki vorið 2009.

Nefndin ákveður að stefna að Atvinnulífssýningu vorið 2012, tekið verður sérstakt tillit til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Nefndin felur starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs að vinna áfram að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 78. fundur - 13.01.2012

Rætt um atvinnulífssýningu, áður á dagskrá nefndarinnar 22. september sl.

Nefndin ákveður að haldin verði atvinnulífssýning á Sauðárkróki dagana 28. og 29. apríl nk. Sýningin verði sett upp með svipuðu sniði og gert var á sambærilegri sýningu árið 2010.

Starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs falið að hefja undirbúning sýningarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 78. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 80. fundur - 16.02.2012

Sviðsstjóri kynnti næstu skref varðandi skipulag atvinnulífssýningar, Skagafjörður, lífsins gæði og gleði 2012, sem haldin verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 28. - 29. apríl nk. Einnig voru rædd drög að kostnaðaráætlun fyrir sýninguna. Haldinn verður kynningarfundur um skipulag sýningarinnar n.k. mánudag.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 80. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Menningar- og kynningarnefnd - 63. fundur - 02.04.2012

Rætt um fyrirhugaða Atvinnulífssýningu sem mun fara fram í lok apríl á Sauðárkróki.

Nefndin lýsir ánægju sinni með sýninguna sem mun væntanlega endurspegla þá fjölbreytni í atvinnulífi og menningu sem Skagafjörður býr yfir.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 82. fundur - 23.04.2012

Áskell Heiðar sviðsstjóri kynnti skipulag sýningarinnar Skagafjörður - lífsins gæði og gleði, sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um komandi helgi. Þar munu um sjötíu aðilar kynna sína þjónustu og vörur, en eftirspurn eftir sýningarplássi var mikil. Samhliða sýningunni fara fram málstofur um fjölbreytt málefni. Allur undirbúningur sýningarinnar hefur gengið vel og kynning hennar stendur nú sem hæst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Viggó Jónsson lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun:

Sveitarstjórn Skagafjarðar vill þakka öllum sýnendum, gestum og starfsfólki fyrir þátt sinn í sýningunni Lífsins gæði og gleði. Þessi sýning gefur góða mynd af þeim góða krafti sem býr í Skagfirsku atvinnulífi.

Ályktunin samþykkt með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 63. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 84. fundur - 20.06.2012

Áskell Heiðar og Sigfús lögðu fram lokaskýrslu um framkvæmd Atvinnulífssýningarinnar sem haldin var í lok apríl á Sauðárkróki.
Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd sýningarinnar og með það hversu fjölsótt hún var og vel heppnuð sem viðburður. Sýnendur voru vel á annað hundrað í 70 básum, um 200 manns tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd málstofa og og talið er að gestir hafi verið á fjórða þúsund. Nefndin þakkar sýnendum og öðrum sem komu að framkvæmd sýningarinnar fyrir gott samstarf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.