Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1112411

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 578. fundur - 12.01.2012

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðíársins 2011/2012. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Hofsós, 71 þorskígildistonn, Sauðárkrókur, 66 þorskígildistonn.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til meðferðar og umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 78. fundur - 13.01.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðíársins 2011/2012. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Hofsós, 71 þorskígildistonn, Sauðárkrókur, 66 þorskígildistonn.
Málinu er vísað til nefndarinnar til meðferðar og umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar frá Byggðarráði.

Nefndin felur starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs að vinna tillögu til nefndarinnar um afgreiðslu málsins, málið verður tekið til afgreiðslu hjá nefndinni á næsta fundi hennar á þriðjudag, 17. jan.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 79. fundur - 23.01.2012

Tekið til afgreiðslu mál sem snúa að úthlutuðum byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs til Skagafjarðar, áður á dagskrá nefndarinnar á síðasta fundi.

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1182/2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011-2012.
1. Nýtt ákvæði 4. grein reglugerðarinnar verður: ?Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 5 þorskígildistonn á skip.?
2. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur jafnframt til að upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: ?Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 88% af því aflamarki sem þau fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu...? o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öðru leyti.
3. Þá leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að í 6. grein reglugerðarinnar komi ákvæði um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
4. Ennfremur leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.

Greinargerð:
Fyrsta tillagan að breytingu er til þess gerð að stuðla að jafnræði á milli aðila og eflingu smábátaútgerðar í Skagafirði.
Tillaga tvö er tilkomin vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er því til þess ætluð að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu og verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Þó er ekki farið fram á fulla vinnsluskyldu, m.a. þar sem ekki eru allar fisktegundir unnar innan sveitarfélagsins. Miðað er við hlutfall þorskígildiskílóa þeirra tegunda sem unnar eru í fiskvinnslu innan sveitarfélagsins.
Tillaga þrjú er sett fram til að mæta þeim tilmælum ráðuneytisins að þegar reglur um ráðstöfun byggðakvótans séu mótaðar verði horft til atvinnusköpunar. Með því að skylda löndun afla í því byggðarlagi eða á þeim stað þar sem honum er úthlutað innan sveitarfélagsins er verið að tryggja umsvif í því byggðarlagi / á þeim stað sem kvótanum er úthlutað innan sveitarfélagsins.
Hvað varðar afnám skilyrðis um tvöföldun löndunarskyldu þá eru aðstæður á leigumarkaði aflaheimilda nú um stundir þannig að ekki verður nema að litlu leyti unnt að nýta byggðakvótann í ákveðnum byggðarlögum innan sveitarfélagsins nema fallið verði frá þessu skilyrði. Reynsla úthlutunar byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári sýnir þetta glögglega.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 578. fundar byggðaráðs staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 78. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1182/2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011-2012.

1. Nýtt ákvæði 4. grein reglugerðarinnar verður: ?Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 5 þorskígildistonn á skip.?
2. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur jafnframt til að upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: ?Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 88% af því aflamarki sem þau fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu...? o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öðru leyti.
3. Þá leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að í 6. grein reglugerðarinnar komi ákvæði um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
4. Ennfremur leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.

Sigurjón Þórðarson lagði fram eftirfarandi bókun:

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur áherslu á að byggðakvóta verði úthlutað með jafnræði að leiðarljósi á smábátasjómenn í Skagafirði.

Sömuleiðis er lagt til við atvinnu og ferðamálanefnd að hún hlutist til um að skagfirskar útgerðir fá viðbótaraflaheimildir til tilraunaveiða á þeim fiskimiðum sem friðuð voru fyrir dragnót og eru nú vannýtt.

Afgreiðsla 79. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 589. fundur - 18.04.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi tillögur sveitarfélagsins að sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Kemur þar fram að ráðuneytið geti ekki samþykkt allar tillögur sveitarfélagsins. Erindið fer til afgreiðslu atvinnu- og ferðamálanefndar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 82. fundur - 23.04.2012

Sigfús Ingi, verkefnastjóri í atvinnumálum kynnti bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem ráðuneytið gerir athugasemdir við tillögur sveitarstjórnar um reglur varðandi úthlutun byggðakvóta í Skagafirði. Nefndin samþykkir að rökstyðja enn frekar áður framlagðar tillögur og leggur áherslu á að málinu verði hraðað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 589. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 82. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 83. fundur - 25.05.2012

Lögð fram til kynningar svör Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis varðandi byggðakvóta þar sem ráðuneytið fellst á sjónarmið og rökstuðning sveitarfélagsins og samþykkir breytingartillögur þess.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 83. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.