Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2407014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 114. fundur - 24.09.2024

Lagt fram til kynningar minnisblað frá greiningarteymi þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 18. september 2024 um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.

Byggðarráð Skagafjarðar - 117. fundur - 18.10.2024

Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar í gegnum fjarfundarbúnað.

Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.504 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 8.356 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 8.248 m.kr., þar af A-hluti 7.577 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 1.256 m.kr. Afskriftir nema 309 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 341 m.kr. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 62 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 669 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 779 m.kr. Afskriftir nema 182 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 271 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 327 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2025, 17.891 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 13.253 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 12.410 m.kr. Þar af hjá A-hluta 10.541 m.kr. Eigið fé er áætlað 5.481 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 30,64%. Eigið fé A-hluta er áætlað 2.712 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,47%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 640 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.144 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2026 eru 9.869 m.kr., fyrir árið 2027 10.003 m.kr. og fyrir árið 2028 10.315 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 631 m.kr., fyrir árið 2027 um 657 m.kr. og fyrir árið 2028 um 637 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 1.167 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 1.187 m.kr. og fyrir árið 2028 verði það 1.209 m.kr.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs

Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér aftur hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Byggðalistans leggja til að allir sveitarstjórnarfulltrúar verði boðaðir á þá fundi Byggðaráðs eða að haldnir verði vinnufundir sveitarstjórnar þar sem fjallað er um fjárhags- og framkvæmdaráætlun komandi árs á ári hverju.
Við teljum það mikilvægt að allir sveitarstjórnarfulltrúar hafi jafnan grundvöll til að rýna og koma áherslum á framfæri í vinnu við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar og séu þar af leiðandi eins vel upplýstir og kostur er þegar greiða á atkvæði um áætlunina."

Þá kvaddi Einar E. Einarsson hljóðs

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Sigfús Ingi Sigfússon sér hljóðs.

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og bar upp svohljóðandi breytingartillögu:
"Fulltrúar Byggðalistans leggja til að haldnir verði vinnufundir sveitarstjórnar þar sem fjallað er um fjárhags- og framkvæmdaáætlun komandi árs á ári hverju. Þar er varðandi fjárhagsramma, fyrri umræðu, seinni umræðu og framkvæmdaáætlun.
Við teljum það mikilvægt að allir sveitarstjórnarfulltrúar hafi jafnan grundvöll til að rýna og koma áherslum á framfæri í vinnu við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar og séu þar af
leiðandi eins vel upplýstir og kostur er þegar greiða á atkvæði um áætlunina. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir."

Forseti bar tillögu byggðarlistans upp til atkvæðagreiðslu. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2025-2028 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.