Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

603. fundur 13. september 2012 kl. 09:00 - 10:44 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ósk um viðræður við sveitarfélagið

Málsnúmer 1208200Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu Karl Jónsson og Guðný Jóhannesdóttir, fulltrúar fyrirtækisins Markvert ehf., á fundinn og kynntu starfsemi fyrirtækisins. Rætt var um möguleika á því hvort sveitarfélagið úthýsti verkefnum tengdum menningu og viðburðum.

2.Athugasemdir við fasteignagjöld öryrkja

Málsnúmer 1208086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá félaginu Sjálfsbjörg í Skagafirði, þar sem félagið gerir athugasemdir við fasteignagjöld öryrkja og fer fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður skoði afsláttarkjör vegna fasteignagjalda sem lögð eru á öryrkja. Vonast félagið til að þessi mál verði skoðuð og úrbætur gerð til hagsbóta fyrir öryrkja.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og mun taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

3.Hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar

Málsnúmer 1209080Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi frá Bláskógarbyggð til fjármálaráðuneytis varðandi hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar. Þar kemur fram bókun 140. fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 6. september s.l. Hvetur sveitarstjórnin eindregið ríkisstjórn Íslands til að hverfa frá hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, enda myndi það hafa afdrifarík áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og atvinnulíf almennt.

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun samhljóða:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands um að hækka virðisaukaskatt sem lagður er á gistingu úr 7% í 25,5%
Fjöldi fólks um land allt byggir með beinum og óbeinum hætti afkomu sína á sölu gistingar og ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa fram til þessa sýnt vilja til þess að reyna að auka veg greinarinnar og því skýtur þessi algjöri viðsnúningur mjög skökku við.
Hækkun virðisaukaskattsins mun leiða til samdráttar í greininni, fækkunar ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands, lækkunar tekjuskattsgreiðslna og fækkunar starfsfólks. Ávinningur ríkisvaldsins verður því minni en enginn.
Er með öllu óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hlaupi upp til handa og fóta í viðleitni til að fegra fjárlög á kosningavetri og vegi með því að atvinnugrein sem er í sókn um land allt og hefur ekki síst skipt máli á landsbyggðinni. Þá hafa stjórnvöld haldið uppi mjög villandi umræðu um mikinn vöxt í greininni á landsvísu og þá flaggað tölum af suðvesturhorninu til réttlætingar á ofursköttum á greinina. Hið rétta er að mikill munur er á milli landshluta. Á Norðurlandi hefur verið hægur en mikilvægur vöxtur í gistinýtingu og framboði á gistrými. Ef þessi skattlagning verður að veruleika er hætta á að slegin verði út af borðinu mikilvæg verkefni sem hafa verið í burðarliðnum í landshlutanum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjármálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að falla með öllu frá fyrirhuguðum hækkunum virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Þorsteinn T. Broddason

4.Sala á íbúð í Víðigrund 24 213-2409

Málsnúmer 1209107Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram tillögu um að íbúð sveitarfélagsins í Víðigrund 24, 2. hæð til vinstri (213-2409) verði auglýst til sölu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.

5.Óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna

Málsnúmer 1208098Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fjármálaráðuneyti, þar sem óskað er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir innleiðingu á námi í plastiðn.

6.Fjármálaráðstefna

Málsnúmer 1209108Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2012, sem verður haldin í Reykjavík dagana 27. og 28. september nk.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari sem kost eiga, auk sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

7.Hagræðingaaðgerðir

Málsnúmer 1207119Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu hagræðingaraðgerða.

8.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Unnið að undirbúningi að fjárhagsáætlun 2013.

9.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2012

Málsnúmer 1209113Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, þar sem fram kemur að nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga og eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi 15. október n.k.

10.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2012

Málsnúmer 1209112Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012, miðvikudaginn 26. september 2012, í Reykjavík.
Byggðarráð felur Ástu B. Pálmadóttur sveitarstjóra að vera fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundinum.

11.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012

Málsnúmer 1209111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012. Framlag til Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2012 er 123.804.722 kr.

Fundi slitið - kl. 10:44.