Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 600. fundur - 22.08.2012

Farið yfir vinnuferli og frumforsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 292. fundur - 29.08.2012

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 602. fundur - 06.09.2012

Farið yfir tekjuforsendur fjárhagsáætlunar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 603. fundur - 13.09.2012

Unnið að undirbúningi að fjárhagsáætlun 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 602. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 603 fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 109. fundur - 09.10.2012

Nýtt launaáætlunarkerfi er ekki tilbúið og því þarf að vinna launaáætlun eftir gamla laginu. Farið var yfir tillögur Haraldar L. Haraldssonar sem sveitarstjórn vill skoða hvort hægt sé að hrinda í framkvæmd.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 606. fundur - 11.10.2012

Ákveðinn fjárhagsrammi fyrir árið 2013 til afgreiðslu í nefndir. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í A-hluta og í rekstri sveitarfélagsins í heild.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 109. fundur - 16.10.2012

Farið yfir fjárhagsramma, fara þarf yfir gjaldskrár og fleira með meirihluta.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 16.10.2012

Lagt fram til kynningar bréf fjármálastjóra um samþykkt byggðarráðs um fjárhagsramma gjaldaliða og undirbúning fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóra falið að undirbúa umfjöllun nefndarinnar um fjárhagsáætlun.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 81. fundur - 22.10.2012

Formaður kynnti fjárhagsramma fyrir fræðslumál fyrir árið 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 608. fundur - 08.11.2012

Fjárhagsáætlun 2013 og vinna við hana rædd.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 609. fundur - 15.11.2012

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2013 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2013 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2013 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti sveitarfélagsins verði rekinn með 7.046 þús. króna rekstrarafgangi. Samstæða A og B hluta verði rekin með 35.312 þús. króna rekstrarafgangi.

Sigurjón Þórðarson tók til máls.
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, óskar bókað: Framlögð fjárhagsáætlun felur í sér aukningu á skuldum sveitarfélagsins, sem leiðir til þyngri vaxtagreiðslna og gerir sveitarfélagið berskjaldaðra fyrir áhrifum verðbólgu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjárhag sveitarfélagsins.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2013 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 612. fundur - 06.12.2012

Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2013.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 613. fundur - 12.12.2012

Lögð fram til síðari umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2013 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Heildartekjur A+B hluta eru áætlaðar 3.628.240 þús.kr. Rekstrarafgangur A+B hluta er áætlaður 79.271 þús.kr. Skuldir og skuldbindingar 5.666.490 þús.kr., þar af er lífeyirssjóðsskuldbinding 811.620 þús.kr. Nýfjárfestingar 771.255 þús.kr. Seldar eignir 65.000 þús.kr. Ný langtímalán 681.000 þús.kr. og afborganir lána 325.730 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2013 til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls. Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun 2013.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Áætlun ársins gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 3.628 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 3.147 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3.285 m.kr., þ.a. A hluti 3.014 m.kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 489 m.kr, afskriftir nema 148 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 263 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð samtals 79 m.kr. hagnaður.
Rekstrarhagnaður A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 206 m.kr, afskriftir nema 73 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 174 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 41 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 6.751 m.kr., þ.a. eignir A hluta 5.160 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 5.666 m.kr., þ.a. hjá A hluta 4.241 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.211 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,19. Eigið fé A hluta er áætlað 918 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,22. Ný lántaka er áætluð 681 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 326 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 811 m.kr. hjá samstæðu og 756 m.kr. hjá A-hluta.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A hluta verði jákvætt um 147 m.kr., veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði jákvætt um samtals 379 m.kr. sem er gríðarlega mikilvægt þegar horft er til getu sveitarfélagsins til framkvæmda og afborgana skulda til framtíðar litið.
Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri í A-hluta verði 133 m.kr. og handbært fé frá rekstri samstæðunnar verði 360 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 105 m.kr.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Jón Magnússon sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vilja þakka starfsfólki sveitarfélagsins og nefndafólki, fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Áætlunin ber þess merki, að afleiðingar óráðsíu undangenginna ára fer nú að bitna í ríkari mæli á íbúum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir boðað aðhald í rekstri sveitarfélagsins, munu þjónustugjöld á flestum sviðum verða hækkuð til að mæta taplausum rekstri á næsta ári.
Til að ná fram rekstrarlegum markmiðum fjárhagsáætlunar næsta árs, þarf að sýna styrk og ráðdeild á flestum sviðum í útgjöldum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn hafa miklar efasemdir um getu meirihlutans til að starfa innan þess ramma, sem áætlunin setur rekstri sveitarsjóðs á næsta ári. Af þeim sökum munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.

Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls og óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem sjá má á rekstrartölum þessa árs sem og í áætlun fyrir árið 2013. Gert er ráð fyrir hagnaði af samstæðureikningi sveitarfélagsins sem nemur 79 milljónum fyrir árið 2013 og skuldahlutfall sveitarfélagsins verður innan við þau viðmið sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur sett þó að áætlun geri ráð fyrir framkvæmdum upp á um 770 milljónir á næsta ári. Af þeirri upphæð er viðbygging Árskóla á Sauðárkróki stærsti einstaki liðurinn. Nauðsynlegt er að tannhjól atvinnulífs í héraði haldi áfram að snúast og því mikilvægt að sveitarfélagið haldi áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Atvinna er forsenda hagsældar.
Sú vinna sem farið var í nú á haustdögum þegar nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins var tekið í notkun og samhliða farið í miklar hagræðingaraðgerðir sem virðast vera að skila árangri án þess að nokkrum starfsmanni sveitarfélagsins hafi verið sagt upp störfum. Sú samstaða sem náðist í sveitarstjórn um aðgerðirnar og vilji starfsmanna til að taka höndum saman í þessu stóra verkefni hefur skilað okkur rekstraráætlun sem geri ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs árið 2013. Ber það að þakka.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: Núverandi meirihluti hefur hingað til ekki gert mikið með samþykktar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins. Í því plaggi sem hér er til umræðu eru allt aðrar fjárheimildir sagðar vera í Fjárhagsáætlun 2012 en þær sem voru raunverulega samþykktar i lok árs 2011, en sem dæmi má taka þá gerði samþykkt áætlun ráð fyrir að árið 2012, væru skuldir 400 milljón krónum lægri en þær tölur sem hér eru lagðar fram. Ástæðan fyrir þessum breytingum er að gerðir hafa verið viðaukar við samþykkta áætlun en það breytir því ekki að áætlunin á að vera eins og hún var samþykkt.
Áætlun árið 2013 gerir ráð fyrir umtalverðri lækkun á vaxtakostnaði, þrátt fyrir gríðarlega skuldaaukningu sveitarfélagsins. Ég hef fengið þær skýringar að það sé vegna þess að Kaupfélag Skagfirðinga ætli að fjármagna kostnað við byggingu við Árskóla á byggingartíma vaxtalaust. Þrátt fyrir að eftir því hafi verið gengið, þá hefur umræddur fjármögnunarsamningur ekki séð dagsljósið og þau útgjöld sem þegar hafa fallið á sveitafélagið vegna byggingaframkvæmdanna, hafa verið fjármögnuð með dýrum skammtímalánum. Enn á eftir að hnýta lausa enda varðandi miklvæga þætti í fjárhag sveitarfélagsins og er ljóst að niðurstaðan sem gert er ráð fyrir í áætluninni byggist fyrst og fremst fremur á óskhyggju en traustum grunni. Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs.

Fjárhagsáætlun 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fjórir sátu hjá.