Sýslumannsembættið á Sauðárkróki
Málsnúmer 1301008
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 615. fundur - 09.01.2013
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að staða sýslumannsins á Sauðárkróki hafi ekki verið auglýst og í hana ráðið til eins árs á meðan óvissa ríkir um framtíðarskipan embættisins.
Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að aðskilja sýslumanns- og löggæsluhluta sýslumannsembætta landsins. Byggðarráð telur óeðlilegt að á meðan lagafrumvarpið hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, sé staða sýslumannsins á Sauðárkróki lögð niður.
Byggðarráð telur eðlilegt að ákvörðun um framtíðarskipun sýslumannsembætta sé tekin á Alþingi en ekki innan veggja ráðuneytis.
Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks
Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna
Jón Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks
Sigurjón Þórðarson, oddviti Frjálslyndra og óháðra
Þorsteinn T. Broddason, oddviti Samfylkingar
Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að aðskilja sýslumanns- og löggæsluhluta sýslumannsembætta landsins. Byggðarráð telur óeðlilegt að á meðan lagafrumvarpið hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, sé staða sýslumannsins á Sauðárkróki lögð niður.
Byggðarráð telur eðlilegt að ákvörðun um framtíðarskipun sýslumannsembætta sé tekin á Alþingi en ekki innan veggja ráðuneytis.
Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks
Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna
Jón Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks
Sigurjón Þórðarson, oddviti Frjálslyndra og óháðra
Þorsteinn T. Broddason, oddviti Samfylkingar
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013
Afgreiðsla 614. fundar byggðaráðs staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013
Afgreiðsla 615. fundar byggðaráðs staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 647. fundur - 09.01.2014
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi áður en mál 1301008 var rætt og Bjarni Jónsson tók við fundarstjórn.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess að starfandi séu sjálfstæð sýslumanns- og lögreglustjóraembætti á Norðurlandi vestra eins og gert er ráð fyrir í framlögðum frumvörpum á Alþingi. Hins vegar á meðan ekki hefur verið gengið frá lagabreytingum sem fela í sér breytingu á skipan þessara embætta, eða þær tekið gildi, er eðlilegt að starfað sé eftir gildandi lögum og skipaður tímabundið sýslumaður með aðsetur á Sauðárkróki. Þannig verði sýslumenn með aðsetur bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki uns annað liggur fyrir.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir fækkun starfa á svæðinu og bendir á að hér sé hægt að sinna fleiri verkefnum og efla starfstöðvarnar.
Byggðarráð lýsir áhyggjum yfir fækkun starfa á svæðinu og bendir á að hér sé hægt að sinna fleiri verkefnum og efla starfstöðvarnar.
Stefán Vagn Stefánsson kom aftur inn á fundinn og tók við fundarstjórn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014
Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með innanríkisráðherra sem fyrst vegna málsins.