Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

572. fundur 17. nóvember 2011 kl. 10:00 - 10:42 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir varam.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Rekstur leiguhúsnæðis

Málsnúmer 1110183Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum hóps sem hefur það að markmiði að stofna almennt samvinnufélag sem leigir félagsmönnum íbúðir á kostnaðarverði með þátttöku sveitarfélaga, lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga.

Byggðarráð þakkar erindið en mun ekki taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

2.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 69. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:"Lögð fram greinargerð og grunnmynd ásamt frumkostnaðaráætlun að nýrri smábátahöfn á Sauðárkróki. Greinargerðin er unnin hjá Siglingastofnun í ágúst 2011 að beiðni Skagafjarðarhafna. Samþykkt að fullvinna útboðsgögn og lagt til að verkið verði boðið út í einum verkáfanga. Þessari afgreiðslu vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út í einum verkáfanga.

3.Stuðningur við Snorraverkefnið 2012

Málsnúmer 1111082Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2012. Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því.

4.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2012. Samþykkt að leggja fram fjárhagsramma fyrir árið 2012 til nefnda og sviða, sem gerir ráð fyrir að aðalsjóður verði rekinn með 23 milljón króna rekstrarafgangi og A-hluti samtals með 26 milljón króna halla. Samstæða A og B hluta verði rekin með 1.689 þús. króna rekstrarafgangi.

Fundi slitið - kl. 10:42.