Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

541. fundur 06. janúar 2011 kl. 09:00 - 10:04 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Málsnúmer 1009198Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Sauðárkrókur 50 þorskígildistonn og Hofsós 71 þorskígildistonn.

Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerð frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar frá 17. desember 2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá loforð um úthlutun sbr. 1. gr. og í öðrulagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið sbr. 4. gr. reglugerðarinnar. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Framangreindar reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu- og ferðamálanefndar.

2.Hluthafafundur Flugu hf

Málsnúmer 1012237Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um hluthafafund í Flugu ehf., fimmtudaginn 13. janúar 2011.

Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

3.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda

Málsnúmer 1012122Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skátafélaginu Eilífsbúum þar sem félagið sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Um er að ræða aðstöðuhús félagsins á Sauðárkróki og skátaskála í landi Brekku.

Byggðarráð samþykkir að fella niður 70% af fasteignaskattsálagningu ársins 2010.

4.Áhorfendapallar og gólfefni í íþróttahúsið Sauðárkróki

Málsnúmer 0911074Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Tindastóls þar sem formaður deildarinnar óskar eftir viðræðum um endurnýjun á gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi byggðarráðs með forsvarsmönnum körfuknattleiksdeildar og aðalstjórnar Ungmennafélgsins Tindastóls.

5.Bréf til sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 1012186Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá BSRB til sveitarstjórnarfulltrúa þar sem hvatt er til þess að gætt sé að velferð barna og fjölskyldna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

6.Framlög vegna nýbúafræðslu

Málsnúmer 1012175Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög til nýbúafræðslu árið 2011. Framlagið nemur 660 þúsund krónum.

7.Innanríkisráðuneytið tekur til starfa

Málsnúmer 1101029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um að þann 1. janúar 2011 taki til starfa innanríkisráðuneyti með samruna dóms- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- sveitarstjórnarráðuneytis.

8.Samkomulag um framlög

Málsnúmer 1012239Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála þar sem fram kemur að sjóðurinn hefur 50 mkr. til ráðstöfunar á árinu 2010 og 2011 vegna söluframlaga. Ekki er gert ráð fyrir rekstrarframlagi á árunum 2010 og 2011.

9.Staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og pers.afsláttur 2011

Málsnúmer 1012244Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá fjármálaráðuneyti um staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars og persónuafslátt 2011.

Fundi slitið - kl. 10:04.