Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
Málsnúmer 1009198
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 541. fundur - 06.01.2011
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Sauðárkrókur 50 þorskígildistonn og Hofsós 71 þorskígildistonn.
Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerð frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar frá 17. desember 2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá loforð um úthlutun sbr. 1. gr. og í öðrulagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið sbr. 4. gr. reglugerðarinnar. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Framangreindar reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu- og ferðamálanefndar.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 69. fundur - 20.01.2011
Tekið fyrir erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Skagafjarðar og sveitarfélaginu jafnframt gefinn kostur á að koma með tillögur að sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun.
Til fundarins komu útgerðarmenn á Hofsósi við viðræðna um nýtingu byggðakvóta fyrir Hofsós sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað.
Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til ákveðnar breytingar á Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011.
Nefndin leggur til við ráðuneytið að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu og kveðið er á um í sjöttu grein, verði felld niður.
Ennfremur leggur nefndin til að orðalagi í sömu grein verði breytt þannig að þar sé talað um að landa viðkomandi afla til vinnslu innan sama sveitarfélags. Ennfremur er lagt til að skylt verði að landa afla í því byggðarlagi/stöðum sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011
Afgreiðsla 541. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011
Á fundi sínum 20. janúar 2011 lagði Atvinnu- og ferðamálanefnd til breytingar á reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011, svohljóðandi:
Nefndin leggur til við ráðuneytið að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu og kveðið er á um í sjöttu grein, verði felld niður.
Ennfremur leggur nefndin til að orðalagi í sömu grein verði breytt þannig að þar sé talað um að landa viðkomandi afla til vinnslu innan sama sveitarfélags. Ennfremur er lagt til að skylt verði að landa afla í því byggðarlagi/stöðum sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu, við tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til ákveðnar breytingar á reglugerð nr. 999/2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010-2011.
1. Sveitarstjórn leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að eftirfarandi verði skeytt inn í fyrstu setningu 4. greinar reglugerðarinnar sem hljóð þá svona: "...og skal skipt hlutfallslega til fiskiskipa undir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags...".
2. Sveitarstjórn leggur jafnframt til að upphaf 6. greinar reglugerðarinnar breytist og verði: "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu í sveitarfélaginu að lágmarki 30% af því aflamarki sem þau fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu..." o.s.frv. Vinnsluskyldu verði aflétt að öðru leyti.
3. Þá leggur sveitarstjórn til að í 6. grein reglugerðarinnar komi ákvæði um að skylt sé að landa afla í því byggðarlagi / á þeim stað sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins.
4. Ennfremur leggur sveitarstjórn til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.
Fyrsta tillagan um breytingar er til þess gerð að stuðla að eflingu smábátaútgerðar í Skagafirði.
Tillaga tvö er tilkomin vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er því til þess ætluð að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu. Þó er ekki farið fram á fulla vinnsluskyldu, m.a. þar sem ekki eru allar fisktegundir unnar innan sveitarfélagsins.
Tillaga þrjú er sett fram til að mæta þeim tilmælum ráðuneytisins að þegar reglur um ráðstöfun byggðakvótans séu mótaðar verði horft til atvinnusköpunar. Með því að skylda löndun afla í því byggðarlagi eða á þeim stað þar sem honum er úthlutað innan sveitarfélagsins er verið að tryggja umsvif í því byggðarlagi / á þeim stað sem kvótanum er úthlutað innan sveitarfélagsins.
Hvað varðar afnám skilyrðis um tvöföldun löndunarskyldu þá eru aðstæður á leigumarkaði aflaheimilda nú um stundir þannig að ekki verður nema að litlu leyti unnt að nýta byggðakvótann í ákveðnum byggðarlögum innan sveitarfélagsins nema fallið verði frá þessu skilyrði. Reynsla úthlutunar byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári sýnir þetta glögglega.
Stefán Vagn Stefánsson,
Sigríður Magnúsdóttir,
Bjarki Tryggvason,
Viggó Jónsson,
Bjarni Jónsson
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði til að breytingartillögu þessari verði vísað til byggðarráðs, til frekari uppfjöllunar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta. Einnig tóku til máls Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Tillaga Sigurjóns Þórðarsonar var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 4.
Að ósk Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur var gert hlé á fundi.
Breytingartillagan meirihluta var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu:
Samfylkingin leggur áherslu á að við úthlutun byggðarkvóta verði lögð áhersla á að veiði, löndun og vinnsla fari fram í Sveitarfélaginu Skagafirði og enginn afsláttur verði gefinn líkt og fram kemur í breytingartillögu meirihlutans. Ég sit því hjá.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þar sem sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta, fyrir fiskveiðiárið 2010/2011, á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til 15. október 2010.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að senda inn umsókn um byggðakvóta.