Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Safnahús - lyfta
Málsnúmer 1402260Vakta málsnúmer
2.Fjármálaráðstefna sveitarfél. 2014
Málsnúmer 1409083Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer fram dagana 9.-10. október 2014 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki ráðstefnuna.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki ráðstefnuna.
3.Aðalfundur 2014 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 1409197Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, þann 8. október 2014 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
4.Aðalfundur SSKS 10. okt 2014
Málsnúmer 1409189Vakta málsnúmer
Lagt fram boð um aðalfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, þann 10. október 2014, á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2014
Málsnúmer 1409181Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð dagsett 18. september 2014 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi ársfund sjóðsins 2014. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. október 2014 á á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
6.Kynningarfundur um byggðarannsóknir 10. okt
Málsnúmer 1409193Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. september 2014 þar sem vakin er athygli á kynningarfundi um evrópskar rannsóknir á þróun byggðar (ESPON rannsóknasamvinnan og framtíð hennar). Fundurinn er haldinn í tilefni af því að ESPON-áætlunin 2007-2013, sem Íslendingar hafa tekið þátt í, var að renna sitt skeið og verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli í Reykjavík þann 10. október 2014.
7.Siðareglur sveitarstjórnarmanna - staðfesting
Málsnúmer 1305018Vakta málsnúmer
Tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn 3. september 2014 og síðan vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að hafa siðareglurnar óbreyttar og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að hafa siðareglurnar óbreyttar og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
8.Þingmannafundur 2014 á Staðarflöt.
Málsnúmer 1409258Vakta málsnúmer
Fundur sveitarstjórna á Norðurlandi vestra með þingmönnum Norðvesturkjördæmis verður 2. október 2014, kl. 13:30, að Staðarflöt í Hrútafirði. Farið yfir þau málefni sveitarfélagsins sem ætlunin er að ræða á fundinum. Undir þessum dagskrárlið sátu starfsmenn sveitarfélagsins, Sigfús Ingi Sigfússon og Laufey K. Skúladóttir.
9.Fundir með sveitarstjórnum haustið 2014
Málsnúmer 1409136Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur fengið áheyrnartíma hjá fjárlaganefnd Alþingis, 8. október 2014 í Reykjavík.
10.European Local Democracy Week 2014
Málsnúmer 1409269Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem segir að Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities of the Council of Europe) hvetji sveitarfélög og héruð í Evrópu til að vekja athygli á mikilvægi staðbundins lýðræðisins með því að tileinka lýðræðinu eina viku og skipuleggja þá sérstakar aðgerðir.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við K-Tak ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og einnig að panta lyftu í Safnahúsið í samræmi við fyrirliggjandi tilboð söluaðila.
Ekki er gert ráð fyrir allri framkvæmdinni á fjárhagsáætlun 2014, en það sem út af stendur verður sett á framkvæmdaáætlun ársins 2015. Ekki er þörf á að breyta þriggja ára áætlun 2015-2017 vegna þessa.