Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

677. fundur 06. nóvember 2014 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Lækjarbakki 7, 214-1652

Málsnúmer 1411035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að selja fasteignina, Lækjarbakka 7, fastanúmer 214-1652, í Steinsstaðahverfi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa og selja fasteignina.

2.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2015

Málsnúmer 1410108Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun 12. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar: "Nefndin samþykkir að halda gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2015 óbreyttri frá árinu 2014. Nefndin samþykkir einnig að hækka aðgangseyri fyrir einstaklinga upp í kr. 1500,- og aðgangseyri fyrir einstaklinga í hópum upp í kr. 1200,- fyrir árið 2016."
Byggðarráð staðfestir gjaldskrána og visar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2015

Málsnúmer 1410189Vakta málsnúmer

Lögð fram svohjóðandi bókun 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fyrir fundinn tillaga yfirhafnarvarðar að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Almennir liðir gjaldskrár hækki samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði, eða um 1,9%.
Útseld vinna hækki samkvæmt breytingu á vísitölu launa sl. 12 mánuði, eða um 6,3%
Rafmagnsverð taki breytingum samkvæmt gjaldskrám Rarik og Orkusölunnar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárhækkanirnar fyrir sitt leyti."

Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 1,9 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.

Útseld vinna hækki um 6,3 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.790,00 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.720,00 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.788,00 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Byggðarráð staðfestir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Útsvarshlutfall árið 2015

Málsnúmer 1411038Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga til sveitarstjórnar um að útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2015 verði óbreytt frá árinu 2014, þ.e. 14,52%.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Varðandi sjúkraflug

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. nóvember 2014 frá Þorkeli Ásgeiri Jóhannssyni, flugstjóra hjá Mýflugi. Tilefni skrifanna er bílslys 23. október s.l. í grennd við Varmahlíð. Slösuðust þrír í árekstrinum og þurfti að flytja einn með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók var ekki kostur í stöðunni, þar sem ryðja hefði þurft flugbrautina og hálkuverja og aukinheldur var bifreið sú sem notuð er til þessa verks rafmagnslaus þegar til átti að taka. Einnig segir í bréfinu "Allt leiddi þetta til þess að fagaðilar á slysstað afréðu að senda þennan sjúkling með bíl til sjúkrahússins á Akureyri til fyrstu aðhlynningar, þrátt fyrir snjóalög og ísingu á þjóðveginum um Öxnadalsheiði. Ljóst er að fyrirbyggjandi eftirlit með ástandi flugbrautarinnar og hreinsun eftir þörfum ásamt með viðhaldi tækjabúnaðar, hefði í þessu tilfelli flýtt verulega fyrir nauðsynlegri læknisaðstoð fyrir hinn alvarlega slasaða sjúkling. Hér með er þeirri ábendingu komið á framfæri til sveitarstjórnar Skagafjarðar að meðan það ástand varir að ekki sé um fyrirbyggjandi viðhald og hreinsun flugbrautar héraðsins að ræða, kann sú staða að koma upp að fleiri bráðatilfelli vegna slysa eða veikinda verði fyrir alvarlegum viðbragðstöfum vegna þessa, hugsanlega með hörmulegum afleiðingum."

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna. Ljóst er að núverandi ástand er með öllu ólíðandi fyrir íbúa Skagafjarðar og nærliggjandi byggða.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - innri leiga Árskóla

Málsnúmer 1411039Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 13 við fjárhagsáætlun 2014 vegna innri húsaleigu Árskóla á Sauðárkróki. Tillaga er gerð um að hækka útgjaldalið skólans á málaflokki 04213 um 17,5 milljónir króna. Á móti er tekjuliður málaflokks 31101 hækkaður um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Bifreiðakaup

Málsnúmer 1411045Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki númer 14 við fjárhagsáætlun 2014 vegna fjárfestingar á tveimur bifreiðum fyrir þjónustustöð til útleigu til stofnana sveitarfélagsins. Tillaga er gerð um að hækka fjárfestingarlið þjónustustöðvar um 3.000.000 kr. og lækka handbært fé A-hluta á móti.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

8.Bifreiðakaup

Málsnúmer 1411044Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að heimila kaup á tveimur bifreiðum fyrir þjónustustöð, fyrir allt að 3.000.000 kr.

9.Ráðgefandi hópur um aðgengismál

Málsnúmer 1411046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að stofnaður verði ráðgefandi hópur um aðgengismál í sveitarfélaginu fyrir byggðarráð/eignarsjóð. Hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum sveitarfélagsins og einum fulltrúa frá, annars vegar Sjálfsbjörg og hins vegar frá Þroskahjálp í Skagafirði.
Tillagan samþykkt og sveitarstjóra falíð að hafa samband við Sjálfsbjörg og Þroskahjálp og óska eftir tilnefningu í hópinn.

10.Aðalgata 7 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1410270Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 30. október 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar fyrir hönd Videosports ehf., kt. 470201-2150, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Mælifell, Aðalgötu 7, 550 Sauðárkróki. Veitingaleyfi, flokkur III. Mælifell hefur heimilaðan veitingatíma: Til kl. 03:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Einnig er heimilaður veitingatími Annan dag jóla frá 23:00 til 03:00, aðfararnótt Nýársdags frá kl. 00:00 til 04:00, Föstudaginn langa frá 00:00 til 04:00, Páskadag frá kl. 00:00 til 04:00.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

11.Rekstrarupplýsingar 2014

Málsnúmer 1405044Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - september 2014.

Fundi slitið - kl. 10:15.