Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

544. fundur 03. febrúar 2011 kl. 09:00 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1102016Vakta málsnúmer

Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki kom á fund ráðsins til viðræðu um málefni stofnunarinnar og framtíð hennar. Rætt um næstu aðgerðir í málefnum stofnunarinnar til að verja stöðu hennar og hæfi til að veita fullnægjandi þjónustu.

2.Umsögn um frumvarp til laga um fjöleignahús

Málsnúmer 1101209Vakta málsnúmer

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 377. mál.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

3.Umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra

Málsnúmer 1101210Vakta málsnúmer

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214. mál.

Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins um bættan aðbúnað aldraðra á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Byggðarráð leggur áherslu á að við samþykkt frumvarpsins fylgi jafnframt aukið fjárframlag frá ríki til málaflokksins til þess að markmið þess nái fram að ganga.

4.Úttekt á Árskóla

Málsnúmer 1101208Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 10:20.