Úttekt á Árskóla
Málsnúmer 1101208
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011
Afgreiðsla 544. fundar byggðaráðs staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 65. fundur - 24.02.2011
Skýrsla mennta- og menningarráðuneytisins um úttekt á Árskóla sem ráðuneytið lét vinna skv. 38.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 lögð fram. Í meginatriðum eru niðurstöður skýrslunnar þær að Árskóli sé eitt lærdómssamfélag og í Árskóla fari fram metnaðarfullt og árangursríkt skólastarf þar sem nemendum líði vel og líti á skólann sem öruggan stað í leik og starfi. Á hinn bóginn er bent á að viðkvæmasti þátturinn í starfi Árskóla séu húsnæðismál og að skólinn búi við óviðunandi húsnæðiskost. Í skýrslunni eru settar fram tillögur til úrbóta í 10 liðum sem hvoru tveggja lúta að ytri og innri þáttum. Mikilvægasta úrlausnarefnið fyrir Árskóla, að mati skýrsluhöfunda, eru endurbætur á húsnæði skólans.
Í bréfi raðuneytisins, sem sent er sveitarstjóra , er óskað eftir tímasettri umbótaáætlun fyrir 28. febrúar n.k. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og skólastjóra Árskóla að gera tillögu að tímasettri umbótaáætlun.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Afgreiðsla 65. fundar fræðslunefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Afgreiðslu frestað.