Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi
Málsnúmer 1201163
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012
Afgreiðsla 580. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012
Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd varðandi kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á Norðvesturlandi og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim. Gerð er krafa um þjóðlendur á Norðvesturlandi - Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga (svæði 8 norður), sbr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Kröfulýsingargögn mun verða hægt að skoða hjá sýslumannsembættum og sveitarfélögum á kröfusvæðum, auk skrifstofu og heimasíðu óbyggðanefndar (obyggdanefnd.is).
Í stuttu máli er kröfugerðinni sem snýr að Sveitarfélaginu Skagafirði lýst þannig af hálfu lögmanns fjármálaráðherra:
"Í hluta Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu er gerð krafa til svokallaðs Almennings á Skagaheiði, afréttarsvæðis sem liggur á miðri Skagaheiði og afmarkast af merkjalýsingum aðliggjandi jarða. Almenningur á Skagaheiði liggur í Austur-Húnavatnssýslu að vestan er Skagafjarðarsýslu að austan og innan sveitarfélaganna Skagabyggðar, Skagastrandar og Skagafjarðar. Þá er gerð krafa til samliggjandi svæða Staðarafréttar, Höskuldsstaðaafréttar og Skrapatunguafréttar sem liggja i Sveitarfélaginu Skagafirði og Blönduósbæ, sem og við Húnavatnshrepp."
Í stuttu máli er kröfugerðinni sem snýr að Sveitarfélaginu Skagafirði lýst þannig af hálfu lögmanns fjármálaráðherra:
"Í hluta Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu er gerð krafa til svokallaðs Almennings á Skagaheiði, afréttarsvæðis sem liggur á miðri Skagaheiði og afmarkast af merkjalýsingum aðliggjandi jarða. Almenningur á Skagaheiði liggur í Austur-Húnavatnssýslu að vestan er Skagafjarðarsýslu að austan og innan sveitarfélaganna Skagabyggðar, Skagastrandar og Skagafjarðar. Þá er gerð krafa til samliggjandi svæða Staðarafréttar, Höskuldsstaðaafréttar og Skrapatunguafréttar sem liggja i Sveitarfélaginu Skagafirði og Blönduósbæ, sem og við Húnavatnshrepp."
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 622. fundur - 18.04.2013
Lagður fram tölvupóstur frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórnarmönnum, þann 17. maí 2013 um þjóðlendumál. Fundurinn verður á Sauðárkróki.
Byggðararáð samþykkir að boðaðir verði sveitarstjórnarfulltrúar og viðkomandi embættismenn á fundinn.
Byggðararáð samþykkir að boðaðir verði sveitarstjórnarfulltrúar og viðkomandi embættismenn á fundinn.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 624. fundur - 15.05.2013
Þjóðlendumál, svæði 8 norður. Lögð fram greinargerð ríkisins um Almenning á Skaga. Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til að kynna málið fyrir ráðsmönnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013
Afgreiðsla 622. fundar byggðaráðs staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 626. fundur - 06.06.2013
Lögð fram drög að texta varðandi sættir við óbyggðanefnd um Almenning á Skaga.
Byggðarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu samkvæmt fyrirliggjandi drögum.
Byggðarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu samkvæmt fyrirliggjandi drögum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 624. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013
Afgreiðsla 626. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013
Lögð fram sátt um eignarréttarlega stöðu Almennings á Skagaheiði á milli íslenska ríkisins, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Byggðarráð samþykkir að kynna málið fyrir viðkomandi landeigendum.
Byggðarráð samþykkir að kynna málið fyrir viðkomandi landeigendum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 634. fundur - 29.08.2013
Málið áður á dagskrá 633. fundi byggðarráðs. Sveitarstjóri sagði frá fundi sem haldinn var með landeigendum á Skaga, þann 27. ágúst 2013 í Skagaseli, þar sem Ólafur Björnsson hrl. kynnti sáttatillögu um Almenning á Skaga við fjármálaráðuneytið f.h ríkisins. Eftir yfirferð og umræður um málið voru fundarmenn einróma sammála um að samþykkja þá sáttartillögu sem lá fyrir og ríkið hefur nú þegar samþykkt. Steinn á Hrauni vildi koma á framfæri þakklæti til Ingvars Páls Ingvarssonar starfsmanns sveitarfélagsins, Ólafs Björnssonar hrl. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna þeirrar miklu vinnu sem lagt hefur verið í fyrir hönd íbúa á Skaga. Fundarmenn tóku undir það.
Byggðarráð samþykkir að vísa sáttatillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa sáttatillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013
Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti svohljóðandi tillögu:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók fyrir sátt um eignarréttarlega stöðu Almennings á Skagaheiði sem var tekin fyrir 17. júlí 2013 hjá óbyggðanefnd (mál nr. 1/2013, Skagi).
Undir rekstri málsins upplýstu lögmenn málsaðila óbyggðanefnd um að leitast væri við að sætta ágreining um Almenning á Skagaheiði og óskuðu eftir aðkomu óbyggðanefndar að því ferli. Sáttaumleitanir leiddu til þeirrar niðurstöðu að íslenska ríkið annars vegar og Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd hins vegar gerðu með sér sátt um Almenningin sem Þjóðlendu með þeim skilmálum að um rétt til upprekstrar á afréttinn og annarra hefðbundinna nota sem afréttareign fylgja fari eftir ákvæðum laga þar um, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1998. Þar ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, þar sem fram kemur að upprekstrarrétt á afrétt hrepps eða annars upprekstrarfélags eiga allir búfjáreigendur, sem landsafnot hafa í hreppi eða á félagssvæði, nema þar frá sé, að fengnu samþykki jarðeiganda, gerð undantekning í fjallskilasamþykkt. Einnig ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, þar sem fram kemur að þeim jörðum sem rétt eiga til upprekstrar á afrétt í þjóðlendu fylgir veiðiréttur í vötnum þeim sem á þeim afrétti eru, með sama hætti og verið hefur. Á það bæði við um straumvötn og stöðuvötn, sbr. 43. tölulið 3. gr. sömu laga.
Auk framangreindra atriða tók sveitarstjórn tillit til þess að í ferli málsins var gefið út yfirlit yfir allar lýstar kröfur og þær færðar inn á uppdrátt. Lögboðin kynning fór fram með því að yfirlit og uppdráttur lágu frammi á skrifstofu sýslumanns á Blönduósi og á Sauðárkróki, frá 15. apríl til og með 15. maí 2013, sbr. 12. gr. laga nr. 58/1998. Athugasemdafrestur var til 22. maí 2013. Framangreind kynningargögn voru jafnframt auglýst aðgengileg á skrifstofu viðkomandi sveitarfélaga, skrifstofu óbyggðanefndar og heimasíðu óbyggðanefndar. Engar athugasemdir bárust fyrir lok athugasemdafrests.
Fyrir fundi sveitarstjórnar lá sáttargjörð um málið sem hafði verið undirrituð af Ólafi Björnssyni hrl. fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna þeirra. Einnig lá fyrir fundinum uppdráttur af Almenningi á Skaga sem um er að ræða sem þjóðlendu.
Bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór yfir framantalin gögn en samþykkti síðan fyrirliggjandi sátt með níu samhljóða atkvæðum og fól sveitarstjóra að staðfesta sáttina með undirritun.
Borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók fyrir sátt um eignarréttarlega stöðu Almennings á Skagaheiði sem var tekin fyrir 17. júlí 2013 hjá óbyggðanefnd (mál nr. 1/2013, Skagi).
Undir rekstri málsins upplýstu lögmenn málsaðila óbyggðanefnd um að leitast væri við að sætta ágreining um Almenning á Skagaheiði og óskuðu eftir aðkomu óbyggðanefndar að því ferli. Sáttaumleitanir leiddu til þeirrar niðurstöðu að íslenska ríkið annars vegar og Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd hins vegar gerðu með sér sátt um Almenningin sem Þjóðlendu með þeim skilmálum að um rétt til upprekstrar á afréttinn og annarra hefðbundinna nota sem afréttareign fylgja fari eftir ákvæðum laga þar um, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1998. Þar ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, þar sem fram kemur að upprekstrarrétt á afrétt hrepps eða annars upprekstrarfélags eiga allir búfjáreigendur, sem landsafnot hafa í hreppi eða á félagssvæði, nema þar frá sé, að fengnu samþykki jarðeiganda, gerð undantekning í fjallskilasamþykkt. Einnig ber sérstaklega að nefna 7. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, þar sem fram kemur að þeim jörðum sem rétt eiga til upprekstrar á afrétt í þjóðlendu fylgir veiðiréttur í vötnum þeim sem á þeim afrétti eru, með sama hætti og verið hefur. Á það bæði við um straumvötn og stöðuvötn, sbr. 43. tölulið 3. gr. sömu laga.
Auk framangreindra atriða tók sveitarstjórn tillit til þess að í ferli málsins var gefið út yfirlit yfir allar lýstar kröfur og þær færðar inn á uppdrátt. Lögboðin kynning fór fram með því að yfirlit og uppdráttur lágu frammi á skrifstofu sýslumanns á Blönduósi og á Sauðárkróki, frá 15. apríl til og með 15. maí 2013, sbr. 12. gr. laga nr. 58/1998. Athugasemdafrestur var til 22. maí 2013. Framangreind kynningargögn voru jafnframt auglýst aðgengileg á skrifstofu viðkomandi sveitarfélaga, skrifstofu óbyggðanefndar og heimasíðu óbyggðanefndar. Engar athugasemdir bárust fyrir lok athugasemdafrests.
Fyrir fundi sveitarstjórnar lá sáttargjörð um málið sem hafði verið undirrituð af Ólafi Björnssyni hrl. fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna þeirra. Einnig lá fyrir fundinum uppdráttur af Almenningi á Skaga sem um er að ræða sem þjóðlendu.
Bókun sveitarstjórnar: Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór yfir framantalin gögn en samþykkti síðan fyrirliggjandi sátt með níu samhljóða atkvæðum og fól sveitarstjóra að staðfesta sáttina með undirritun.
Borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 686. fundur - 05.02.2015
Lagt fram til kynningar bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 26. janúar 2015 varðandi úrskurð nefndarinnar um eignarréttarlega stöðu lands í Sveitarfélaginu Skagafirði og málskotsfrest í máli nr. 1/2013, Skagi. Sveitarfélagið er aðili máls vegna Almennings á Skagaheiði, Staðarafréttar/Reynistaðaafréttar, Skálahnjúks og Skrapatunguafréttar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015
Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 695. fundur - 07.05.2015
Málið áður á dagskrá 686. fundi byggðarráðs þann 5. febrúar 2015. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015
Þannig bókað á 695. fundi byggðarráðs 7. maí 2015
"Málið áður á dagskrá 686. fundi byggðarráðs þann 5. febrúar 2015. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013."
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
"Málið áður á dagskrá 686. fundi byggðarráðs þann 5. febrúar 2015. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013."
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Óbyggðanefnd varðandi frest fjármálaráðherra til að lýsa hugsanlegum þjóðlendukröfum á Norðvesturlandi, Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga. Framhald mála, berist óbyggðanefnd slíkar kröfur. Veittur var frestur til 31. mars 2012.