Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

696. fundur 21. maí 2015 kl. 09:00 - 10:44 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Viggó Jónsson varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga S. Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Beiðni um fund með sveitarstjórnarmönnum

Málsnúmer 1503246Vakta málsnúmer

Bjarni G. Stefánsson sýslumaður á Norðurlandi vestra og Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra komu til fundar undir þessum dagskrárlið til að kynna helstu breytingar og áhersluatriði við aðskilnað verkefna sýslumanna- og lögregluembættanna og landfræðilega sameiningu þeirra á Norðurlandi vestra.

2.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja

Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer

Erindið áður á 694. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2015. Sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ kom til viðræðu undir þessum dagskrárlið til að ræða efni bréfs frá honum og sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju þar sem fram kemur ósk um að kirkjan fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir i Glaumbæ.
Málinu vísað til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar til frekari skoðunar og umfjöllunar.

3.Umsókn um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2018

Málsnúmer 1505095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. maí 2015 frá stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar þar sem kynnt var samþykkt 95. ársþings UMSS um að sambandið sæki um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2018 á Sauðárkróki í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins til að halda mótið.

Unglingalandsmót á Sauðárkróki 2018 mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið í Skagafirði og mun sveitarfélagið styðja við bak UMSS sem kostur er við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að sjá um samskipti við UMSS.

4.Umsókn um lækkun/niðurfellingu fasteignagjalda 2015

Málsnúmer 1504207Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt

Málsnúmer 1505043Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 6. maí 2015 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi álagningu fasteignaskatts á mannvirki í ferðaþjónustu.

Fundi slitið - kl. 10:44.