Fara í efni

Byggingaframkvæmdir við Árskóla

Málsnúmer 1207120

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 598. fundur - 19.07.2012

Stefán Vagn Stefánsson fór yfir stöðu mála.

Byggingarnefnd Árskóla - 8. fundur - 20.07.2012

Jón Berndsen og Atli Gunnar frá Stoð gerðu grein fyrir niðurstöðum úr yfirferð tilboða.

Byggingarnefnd Árskóla - 9. fundur - 25.07.2012

Lögð fram yfirfarin tilboð frá Árkíl og KS í fyrsta áfanga byggingar Árskóla. Tilboð verktaka er kr. 177.672.874, kostnaðaráætlun verkkaupa er kr. 173.819.826. Bygginganefnd leggur til fyrir sitt leiti að gengið verði að tilboði verktaka. Sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs falið að gera viðauka við útboðslýsingu varðandi tryggingar og verkskil.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012

Afgreiðsla 8. fundar bygginganefndar Árskóla staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 600. fundur - 22.08.2012

Afgreiðsla 9. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 600. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá byggðarráði svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna. Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir. Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 292. fundur - 29.08.2012

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 601. fundur - 30.08.2012

Frestað. Umræður um þennan dagskrárlið fara fram á næsta byggðarráðsfundi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 602. fundur - 06.09.2012

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hönnunarfunda 1 til 8 vegna viðbyggingar við Árskóla. Einnig lögð fram yfirfarin tilboð frá Árkíl ehf og Kaupfélagi Skagfirðinga í fyrsta áfanga viðbyggingar við Árskóla. Tilboð verktaka er 177.672.874 krónur, kostnaðaráætlun verkkaupa er 173.819.826 krónur.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra bókar að hann lýsir yfir furðu að fjármögnunarsamningur Kaupfélags Skagfirðinga skuli ekki enn liggja fyrir í þeim gögnum sem nú eru birt. Umræddur fjármögnunarsamningur sem ekki enn hefur birst, hefur verið kynntur sem ein helsta forsenda fyrir því að farið var í framkvæmdirnar.

Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar óskað bókað:
Fyrir þessum fundi liggja átta fundargerðir vegna hönnunarfunda við viðbyggingu Árskóla ásamt einu skjali sem ber nafnið Árskóli - viðbygging og breytingar - Útboð 1. Fundargerðir hönnunarfunda nr. 1 og 2 og 5 og 6 hafa áður verið birtar, en önnur gögn í þessum pakka eru hér í fyrsta skipti á dagskrá funda byggðarráðs eða sveitarstjórnar.
Í fundargerð hönnunarfundar 8. maí kemur meðal annars fram að verktakar hafi fengið útboðsgögn í hendur og séu að vinna að tilboðsgerð. Strax 6. júní hefur því verið nokkuð ljóst hversu mikið áætlaðar framkvæmdir myndu kosta á þessu ári og því hefði ekki verið vandamál fyrir meirihlutann að fá viðauka samþykktan á þeim sveitarstjórnarfundi sem eftir var fram að sumarfríi.
Upplýsingar um áætlaðan kostnað við þennan "fyrsta áfanga" verksins voru ekki birtar í gögnum fyrir áheyrnarfulltrúa í byggðarráði fyrr en 22. ágúst.

Byggðarráð óskar bókað:
Margvíslegar rangfærslur eru settar fram í ofangreindum bókunum, auk þess sem greinilega gætir talsverðs misskilnings um marga þætti málsins. Tilgangurinn virðist helstur að bregða fæti fyrir þessa þörfu framkvæmd við viðbyggingu Árskóla sem flestir sveitarstjórnarfulltrúar hafa lagt ríka áherslu á að rísi sem fyrst til að bæta úr aðstöðuskorti nemenda og starfsfólks skólans.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Í bókun meirihlutans sem að Sjálfstæðisflokkurinn virðist eig aukaaðild að er verið að dylgja um meintan misskilning og rangfærslur án þess að tilgreina við hvað er átt. Staðreyndin er sú að fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga liggur ekki enn fyrir. Gagnsæ stjórnsýsla og fjármálareglur sveitarfélaga eru þær lýðræðislegu leikreglur sem að sveitarstjórnin þarf að fara eftir.

Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað:
Gagnrýnin er á framkvæmd stjórnsýslunnar en ekki á uppbyggingu skólamannvirkja.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 601. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012



Afgreiðsla 602. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.