Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Bakkaflöt lóð 220227(5 smáhýsi)-Umsagnarbeiðni vagna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1602174Vakta málsnúmer
2.Suðurbraut 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1602194Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 16. febrúar 2016 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Auðar Bjarkar Birgisdóttur, kt. 280484-2889, um rekstrarleyfi fyrir Suðurbraut 1, 565 Hofsósi. Fastanúmer 214-3664. Gististaður, flokkur II, fjöldi gesta 4. Forsvarsmaður er Auður Björk Birgisdóttir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
3.Afskrift sveitarsjóðsgjalda
Málsnúmer 1602212Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 18. febrúar 2016 varðandi afskrift á eftirstöðvum útsvars að höfuðstólsupphæð 5.188 kr., samtals með vöxtum 5.694 krónur.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu.
4.Afskriftir af sveitarsjóðsgjöldum
Málsnúmer 1602087Vakta málsnúmer
Lagðir fram tölvupóstar frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettir 5. febrúar 2016 varðandi afskrift á fyrndu og óinnheimtanlegu útsvari að höfuðstólsupphæð 1.695.155 kr., samtals með vöxtum 2.447.871 krónur.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.
5.Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Málsnúmer 1602259Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins.
Byggðarráð samþykkir að bréfið verði sent sveitarstjórnarfulltrúum til kynningar.
Byggðarráð samþykkir að bréfið verði sent sveitarstjórnarfulltrúum til kynningar.
6.Kjörstaðir við forsetakosningar 2016
Málsnúmer 1602086Vakta málsnúmer
Á 731. fundi byggðarráðs var ákveðið hvaða kjörstaðir yrðu við forsetakosningar í júní n.k. Í ljós hefur komið að Félagsheimilið Árgarður og Félagsheimilið Höfðaborg eru upptekin á kjördag, 25. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að kjörstaður á Hofsósi verði í grunnskólanum í stað Höfðaborgar. Ekkert hentugt húsnæði hefur fundist í stað Árgarðs og samþykkir byggðarráð að kjörstaðurinn verði fluttur í Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð samþykkir að kjörstaður á Hofsósi verði í grunnskólanum í stað Höfðaborgar. Ekkert hentugt húsnæði hefur fundist í stað Árgarðs og samþykkir byggðarráð að kjörstaðurinn verði fluttur í Varmahlíðarskóla.
7.Rafmagnsleysi í Skagafirði 23. febrúar 2016
Málsnúmer 1602297Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum með óviðunandi ástand rafmagnsmála í Skagafirði um árabil. Stór tjón hafa orðið af völdum rafmagnsleysis á síðustu 18 mánuðum og hættuástand skapast. Byggðarráð krefst þess að bætt verði úr nú þegar og fer fram á fund með fulltrúum Rarik, Landsnets, ráðherra og þingmönnum kjördæmisins ásamt fulltrúum frá stærstu orkukaupendum í sveitarfélaginu.
8.Menningarsetur Skagfirðinga - Ársreikningur 2014
Málsnúmer 1602090Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga fyrir árið 2014.
9.Fundagerðir 2016 - Samtök sjávarútvegs sv.fél
Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer
26. fundargerð stjórnar Sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. febrúar 2016 lögð fram til kynningar á 732. fundi byggðarráðs 25. febrúar 2016.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.