Fara í efni

Húsaleigubætur nemenda

Málsnúmer 1108111

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 564. fundur - 25.08.2011

Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem vakin er athygli á meinlegri mismunun sem framhaldsskólanemar með lögheimili sveitarfélaginu búa við hvað varðar húsaleigubætur á heimavistum, eftir því við hvaða skóla nám er stundað.

Byggðarráð telur það réttlætismál að allir framhaldsskólanemar í sveitarfélaginu sitji við sama borð varðandi rétt til húsaleigubóta. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og félagsmálastjóra að skoða erindið nánar og skila greinargerð til ráðsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Afgreiðsla 564. fundar byggðaráðs staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 578. fundur - 12.01.2012

Lögð fram tillaga um að þeim nemendum sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, stunda nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og búa á heimavist skólans verði greiddar húsaleigubætur samkvæmt sömu reglum og öðrum framhaldsskólanemendum úr sveitarfélaginu er greitt eftir, þrátt fyrir að enn sé beðið niðurstöðu um þátttöku Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Gildir ákvörðun þessi fyrir tímabilið janúar-maí 2012.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 578. fundar byggðaráðs staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 182. fundur - 31.01.2012

Kynnt var bókun Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 12. janúar síðastliðnum, þar sem ákveðið er að greiða nemendum með lögheimili í sveitarfélaginu og búsettir eru á heimavist FNV húsaleigubætur til samræmis við heimavistarnemendur frá öðrum sveitarfélögum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 182. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.