Fara í efni

VIRK - starfsendurhæfing - Beiðni um aukið samstarf

Málsnúmer 1202052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 582. fundur - 09.02.2012

Lagt fram bréf frá Hönnu Dóru Björnsdóttur, ráðgjafa VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hjá stéttarfélögunum á Norðurlandi vestra, þar sem hún óskar eftir auknu samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð sem miðar að því að auka starfshæfni fólks á vinnumarkaði og styrkja þannig einstaklinga til þátttöku í atvinnulífinu og samfélaginu.

Byggðarráð samþykkir að bjóða Hönnu Dóru á næsta fund byggðarráðs til viðræðu um verkefnið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 583. fundur - 23.02.2012

Málið áður á dagskrá 582. fundar byggðarráðs.

Hanna Dóra Björnsdóttir, ráðgjafi VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hjá stéttarfélögunum á Norðurlandi vestra, kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti erindi bréfs þar sem hún óskar eftir auknu samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð, sem miðar að því að auka starfshæfni fólks á vinnumarkaði og styrkja þannig einstaklinga til þátttöku í atvinnulífinu og samfélaginu.

Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til umfjöllunar í félags- og tómstundanefnd.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 183. fundur - 28.02.2012

Félagmálastjóra er falið að ræða við starfsmann Virk - Starfsendurhæfingar og undirbúa tillögur að því hvernig þessu samstarfi verður best háttað og hver þáttur sveitarfélagsins verður í því. Tillögur verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 582. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 583. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 183. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 102. fundur - 28.03.2012

Um er að ræða samstarf við Virk starfsendurhæfingu. Gunnar kynnir drög að verklagsreglum. Fer fyrir byggðarráð.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 587. fundur - 29.03.2012

Málið áður á dagskrá 583. fundi byggðarráðs og því vísað til umfjöllunar félags- og tómstundanefndar. Lögð fram bókun 183. fundar félags- og tómstundanefndar. Undir þessum dagskrárlið kom Gunnar Sandholt félagsmálastjóri til viðræðu við ráðið.

Byggðaráð samþykkir samstarf við VIRK til næstu áramóta og að verja til verkefnisins allt að 720 þúsund krónum af fjárhagslið 21890. Verði framhald á verkefninu þá verður tekið tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 103. fundur - 04.04.2012

Gunnar kynnti fyrirkomulag sem verður á samstarfi við VIRK.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 587. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.