Fara í efni

Starfsendurhæfing

Málsnúmer 0802014

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 122. fundur - 01.04.2008

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir starfi undirbúningshóps um starfsendurhæfingu. M.a. er rætt minnisblað um rekstrarfyrirkomulag þar sem lagt er til að kannaðir séu kostir þess að tengjast Starfsendurhæfingu Norðurlands með beinum hætti. Félags- og tómstundanefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að málinu og fellst á fyrir sitt leyti að rætt sé við Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 429. fundur - 10.04.2008

Lagt fram bréf frá undirbúningshópi um stofnun Starfsendurhæfingar Skagafjarðar þar sem lagt er til að stofnað verði félag sem annarsvegar geti tekið ákvarðanir um meðferð fjár til undirbúnings og hins vegar um framtíðarform og fyrirkomulag starfseminnar. Væntanlegir stofnaðilar eru Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, Aldan - verkalýðsfélag og Sveitarfélagið Skagafjörður. Byggðarráð samþykkir að verða stofnaðili að Starfsendurhæfingu Skagafjarðar (STES).

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 226. fundur - 16.04.2008

Afgreiðsla 429. fundar byggðarráðs staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 226. fundur - 16.04.2008

Afgreiðsla 122. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
?Vel hefur verið staðið að þessu verkefni og eiga þeir, sem að hafa komið, hrós skilið. Mikilvægt er að því verði fylgt vel eftir.?

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 431. fundur - 23.04.2008

Starfsendurhæfing Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúi í stjórn og Gunnar M. Sandholt til vara.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 431. fundar byggðarráðs staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 124. fundur - 06.05.2008

Lögð fram til kynningar fundargerð stofnfundar Starfsendurhæfingar Skagafjarðar ásamt samþykktum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 135. fundur - 09.12.2008

Sveinn Allan Morthens vék af fundi.
Lagt fram erindi Herdísar Klausen, formanns stjórnar Starfsendurhæfingar Skagafjarðar, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið komi að niðurgreiðslu ferðakostnaðar fyrir þá sem sækja starfsendurhæfingu og búa utan Sauðárkróks.
Nefndin samþykkir að veita 1.000.000 króna af gjaldalið 02890 til þessa verkefnis, enda var sú fjárhæð ætluð til samstarfs um starfsendurhæfingu í Skagafirði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008. Félagsmálastjóra falið að setja reglur um niðurgreiðsluna, sem taki mið af niðurgreiðslureglum Tryggingastofnunar og gert sé ráð fyrir samnýtingu aksturs þegar unnt er.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 135. fundar félags- og tómstundanefndar 09.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.