Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Málefni skíðadeildar Tindastóls
Málsnúmer 2108191Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs komu Sigurður Bjarni Rafnsson og Sigurður Hauksson til viðræðu um málefni skíðadeildar Tindastóls.
2.Fundarbeiðni
Málsnúmer 2108270Vakta málsnúmer
Lagðar fram ályktanir félagsfundar Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar þann 27. ágúst 2021. Einnig tölvupóstur dagsettur 29. ágúst s.l þar sem óskað var eftir að fá að ræða stöðu fiskmarkaðsmála á Sauðárkróki og Hofsósi við byggðarráð. Fulltrúar félagsins, Magnús Jónsson, Steindór Árnason og Þorvaldur Steingrímsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
3.Tröllaborg Hofsós - leikskólalóð - hönnun - Verkís
Málsnúmer 2107062Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Málið áður á dagskrá 975. fundar byggðarráðs þann 29. júlí 2021. Þar var sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ráðast í gerð verðfyrirspurnar vegna framkvæmdar leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi á grundvelli þeirrar hönnunar sem unnin hefur verið. Því miður bárust engin tilboð í verkið en verið er að leita leiða til þess að leikskólinn geti hafið starfsemi síðar í haust.
4.Varmahlíð Laugavegur 17 - 19, Norðurbrún - jarðsig
Málsnúmer 2105085Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 3. ágúst 2021 frá Sveitarfélaginu Skagafirði til umhverfis- og auðlindaráðherra varðandi beiðni um gerð hættumats fyrir þéttbýlið í Varmahlíð í Skagafirði og að jafnframt gert verði hættumat innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Óskað er eftir því við umhverfis- og auðlindaráðherra að skipun hættumatsnefndar verði hraðað og jafnframt að áréttað verði við nefndarmenn að flýta því að meta umrætt svæði í Varmahlíð, meðal annars með tilliti til þess hvort sá frágangur sem fyrirhugað er að ráðast í þjóni þeim tilgangi að varna frekara tjóni. Stefnt er að því að halda íbúafund í Varmahlíð þegar niðurstaða berst frá nefndinni.
5.Afskriftabeiðnir
Málsnúmer 2103337Vakta málsnúmer
Lögð fram afskríftarbeiðni nr. 202108251405102, dagsett 25. ágúst 2021 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 355.533 kr. með dráttarvöxtum.
6.Samráð; Breyting á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum
Málsnúmer 2108201Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2021, "Breyting á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum". Umsagnarfrestur er til og með 31.08.2021.
7.Rekstrarupplýsingar 2021
Málsnúmer 2105104Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar til júní 2021.
8.Niðurlagning Menningarseturs Skagfirðinga
Málsnúmer 2108251Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. ágúst 2021 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra til stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga, (nr. 1467 í sjóðaskrá) þar sem fram kemur að embættið hefur ákveðið að leggja sjálfseignarstofnunina niður.
Fundi slitið - kl. 14:13.