Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hofsbót, styrktarsjóður - ósk um fund með byggðarráði
Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer
2.Utanverðunes - Minnisvarði um Jón Ósmann
Málsnúmer 0707002Vakta málsnúmer
Á fundi Byggðarráðs Skagafj. 24.07.07 var svofelld bókun gerð: "Mál þetta var tekið fyrir á fundi Byggðaráðs þann 8. maí s.l. en eftir er að ganga frá formlegri afgreiðslu erindisins þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að málinu með fjárframlögum á núlíðandi og næsta ári. Verkefnið er afar metnaðarfullt og ástæða til að ætla að listaverkið og umhverfi þess verði fortíð og framtíð Skagafjarðar til sóma. Áætlað er að verkið sjálft kosti um 6 milljónir króna. Byggðarráð samþykkir að veita til verksins á þessu ári 300 þúsund krónum af lið 21890. Jafnframt lýsir byggðarráð vilja til að styrkja verkið um allt að 900 þúsund krónur árið 2008 náist ekki að fjármagna verkið að fullu með öðrum hætti."
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti, á fundi 16.04.08, umsókn um að setja upp minnisvarðann.
Báðar þessar afgreiðslur voru síðan staðfestar af Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Byggðarráð hefur ekki lokið afgreiðslu þessa erindis en beðið var upplýsinga um frekari söfnun til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 900.000 af lið 21890.
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti, á fundi 16.04.08, umsókn um að setja upp minnisvarðann.
Báðar þessar afgreiðslur voru síðan staðfestar af Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Byggðarráð hefur ekki lokið afgreiðslu þessa erindis en beðið var upplýsinga um frekari söfnun til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 900.000 af lið 21890.
3.Styrkbeiðni v. kaupa á bifreið f. Sambýli fatlaðra
Málsnúmer 0804081Vakta málsnúmer
Á 431. fundi Byggðarráðs Skagafj. 23.04.2008 var lagt fram erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki þar sem klúbburinn kynnti að hann ætli að gefa sambýli fatlaðra á Sauðárkróki nýja bifreið til afnota í tilefni 30 ára afmælis klúbbsins á þessu ári. Óskað var eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Umsögn nefndarinnar á 124. fundi 06.05.2008 var svohljóðandi:
"Félags-og tómstundanefnd þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey fyrir metnaðarfullt framtak og leggur til við Byggðaráð að sveitarfélagið styrki verkefnið."
Samkvæmt upplýsingum sem byggðarráð hefur fengið hafa nú safnast hjá Kiwanis rúmar fjórar millj. króna.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem á vantar að söfnun lokinni, allt að einni milljón króna, af lið 21890.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Umsögn nefndarinnar á 124. fundi 06.05.2008 var svohljóðandi:
"Félags-og tómstundanefnd þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey fyrir metnaðarfullt framtak og leggur til við Byggðaráð að sveitarfélagið styrki verkefnið."
Samkvæmt upplýsingum sem byggðarráð hefur fengið hafa nú safnast hjá Kiwanis rúmar fjórar millj. króna.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem á vantar að söfnun lokinni, allt að einni milljón króna, af lið 21890.
4.Gjaldskrá Tónlistarskóla
Málsnúmer 0805067Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi sem vísað var frá 39. fundi fræðslunefndar 26.05.2008. Þar er lagt til við Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hreppsnefnd Akrahrepps að hækka almenna gjaldskrá skólans um 5%. Einnig að álag vegna nemenda 20 ára og eldri hækki úr 25% í 35%.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárhækkunina en leggur til við fræðslunefnd að forsendur fjölskylduafsláttar verði endurskoðaðar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrárhækkunina en leggur til við fræðslunefnd að forsendur fjölskylduafsláttar verði endurskoðaðar.
5.Húsaleiga vegna eldri borgara
Málsnúmer 0709017Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi sem vísað var frá 125. fundi Félags- og tómstundanefndar 27.05.2008. Þar samþykkti nefndin að framlengja leigusamning við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Leigusamningur gildir út desember. Leiguupphæð er 30.000 fyrir hvert skipti.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Félags- og tómstundanefndar.
Fundi slitið - kl. 18:17.
Þá var rætt um byggingu sundlaugar, tjaldsvæði og fleira.
Viku síðan af fundi.