Húsaleiga vegna eldri borgara
Málsnúmer 0709017
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 402. fundur - 13.09.2007
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að framlengja leigusamning við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Leigusamningur gildir út desember. Leiguupphæð er 30.000 fyrir hvert skipti. Vísað til Byggðaráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 436. fundur - 28.05.2008
Lagt fram erindi sem vísað var frá 125. fundi Félags- og tómstundanefndar 27.05.2008. Þar samþykkti nefndin að framlengja leigusamning við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Leigusamningur gildir út desember. Leiguupphæð er 30.000 fyrir hvert skipti.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu Félags- og tómstundanefndar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Undirritaður fagnar framlengingu á leigusamningi við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Lengd þessa samnings sem rennur út í lok desember bendir einnig til þess að ekki sjái fyrir endann á vandræðagangi meirihlutans með ?hús frítímans? sem framkvæmdir hafa ekki enn hafist við. Eldri borgarar fá því að njóta Ljósheima enn um stund. Enn hyllir hinsvegar ekki undir að bætt verði úr aðstöðumálum ungmenna í sveitarfélaginu.?
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
?Undirritaður fagnar framlengingu á leigusamningi við Félagsheimilið Ljósheima fyrir félagsstarf eldri borgara. Lengd þessa samnings sem rennur út í lok desember bendir einnig til þess að ekki sjái fyrir endann á vandræðagangi meirihlutans með ?hús frítímans? sem framkvæmdir hafa ekki enn hafist við. Eldri borgarar fá því að njóta Ljósheima enn um stund. Enn hyllir hinsvegar ekki undir að bætt verði úr aðstöðumálum ungmenna í sveitarfélaginu.?
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 125. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.