Minnisvarði um Jón Ósmann
Málsnúmer 0707002
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 144. fundur - 16.04.2008
Utanverðunes í Hegranesi, landnúmer 146400. Umsókn um leyfi til að setja upp minnisvarða um ferjumanninn Jón Ósmann. Fyrir liggur erindi áhugahóps um minnisvarða um ferjumanninn Jón Ósmann dagsett 10. apríl sl., undirritað af Sveini Guðmundssyni kt. 030822-4719. Fram kemur í erindinu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru breytingar á áningarstað Vegagerðarinnar við Vesturós Héraðsvatna, uppsetning minnisvarða við áningarstaðinn, ásamt því að leggja gangstíg milli áningarstaðarins og gömlu brúarinnar yfir Vesturósinn. Framlagður yfirlitsuppdráttur gerður af ARKITEKT ÁRNA dagsettur í mars 2008. Á uppdrætti er yfirlýsing þar sem aðilar samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir og fyrirkomulag. Yfirlýsingin er undirrituð af Heiðbjörtu Pálsdóttur kt. 230751-3669 eiganda Utanverðuness og Jóni Magnússyni kt. 011154-2639 fh Vegagerðarinnar. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 436. fundur - 28.05.2008
Á fundi Byggðarráðs Skagafj. 24.07.07 var svofelld bókun gerð: "Mál þetta var tekið fyrir á fundi Byggðaráðs þann 8. maí s.l. en eftir er að ganga frá formlegri afgreiðslu erindisins þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að málinu með fjárframlögum á núlíðandi og næsta ári. Verkefnið er afar metnaðarfullt og ástæða til að ætla að listaverkið og umhverfi þess verði fortíð og framtíð Skagafjarðar til sóma. Áætlað er að verkið sjálft kosti um 6 milljónir króna. Byggðarráð samþykkir að veita til verksins á þessu ári 300 þúsund krónum af lið 21890. Jafnframt lýsir byggðarráð vilja til að styrkja verkið um allt að 900 þúsund krónur árið 2008 náist ekki að fjármagna verkið að fullu með öðrum hætti."
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti, á fundi 16.04.08, umsókn um að setja upp minnisvarðann.
Báðar þessar afgreiðslur voru síðan staðfestar af Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Byggðarráð hefur ekki lokið afgreiðslu þessa erindis en beðið var upplýsinga um frekari söfnun til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 900.000 af lið 21890.
Skipulags- og bygginganefnd samþykkti, á fundi 16.04.08, umsókn um að setja upp minnisvarðann.
Báðar þessar afgreiðslur voru síðan staðfestar af Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Byggðarráð hefur ekki lokið afgreiðslu þessa erindis en beðið var upplýsinga um frekari söfnun til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 900.000 af lið 21890.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009
Stefán Guðmundsson og þeir sem með honum hafa ötullega unnið að uppsetningu á minnisvarða um Jón Ósmann á Utanverðunesi hafa komið að máli við sveitarstjóra og greint frá vilja sínum til þess að færa sveitarfélaginu minnisvarðann til eignar við afhjúpun hans sem fyrirhuguð er sunnudaginn 5. júlí n.k. Samband hefur verið haft við Vegagerðina þar sem minnisvarðinn mun standa á áningarsvæði á hennar vegum.
Byggðarráð þakkar gjöfina og þeim sem hafa að þessu verkefni staðið.
Byggðarráð þakkar gjöfina og þeim sem hafa að þessu verkefni staðið.