Fara í efni

Stækkun friðlandsins í þjórsárverum

Málsnúmer 0912040

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp um stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Byggðarráð samþykkir að Einar E. Einarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í vinnuhópnum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 501. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 519. fundur - 22.06.2010

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Einari E. Einarssyni þar sem hann óskar eftir því að sveitarfélagið tilnefni annan fulltrúa í hans stað í vinnuhóp um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Einnig er ósk frá Umhverfisstofnun um að kynna verkefnið fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Afgreiðsla 519. fundar byggðaráðs staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 526. fundur - 26.08.2010

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar í vinnuhóp um friðlýsingu Þjórsárvera.

Byggðarráð samþykkir að Sigríður Magnúsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í vinnuhópnum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 267. fundur - 31.08.2010

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs staðfest á 267. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.