Fara í efni

Kjör fulltrúa á ársþing SSNV

Málsnúmer 1006100

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Kjör fulltrúa ársþing SSNV, til fjögurra ára, tólf aðalmenn og tólf til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Úlfar Sveinsson og Margeir Friðriksson

Varamenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingi Björn Árnason, Gísli Árnason, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Þorteinn Tómas Broddason, Hrefna Gerður Björnsdóttir og Arnrún Halla Arnórsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 526. fundur - 26.08.2010

Samkvæmt lögum SSNV á Sveitarfélagið Skagafjörður rétt á 12 fulltrúum á ársþingi SSNV 2010. Á eftir að tilnefna 12. fulltrúann.

Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Guðlaugsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársþingi SSNV 27.-28. ágúst 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 267. fundur - 31.08.2010

Afgreiðsla 526. fundar byggðarráðs staðfest á 267. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Lagt fram bréf, dags. 4. september 2010, frá Gísla Árnasyni, fulltrúa lista VG þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi sem varamaður á ársþingi SSNV frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gísla Árnasyni störf hans.

Forseti gerir tillögu um Svanhildi Hörpu Kristinsdóttur í hans stað. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.