Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Skotta kvikmyndafelag - Aðalgata 24
Málsnúmer 1105211Vakta málsnúmer
2.Vinabæjamót í Skagafirði 2011
Málsnúmer 1007017Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kynnti drög að dagskrá fyrir Vinabæjamót sem haldið verður í Skagafirði í næstu viku.
3.Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2011
Málsnúmer 1101144Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs og sveitarstjóri kynntu aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningi Landsmóts hestamanna sem fram fer á Vindheimamelum dagana 26. júní - 3. júlí n.k.
4.Styrkur til UMF Tindastóls vegna snyrtinga og tjaldstæða á Landsbankamóti og Króksmóti 2011
Málsnúmer 1106017Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Tindastóls þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi til WC gáma og tjaldstæði á knattspyrnumótum félagsins í sumar til að mæta þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækja Skagafjörð heim vegna mótanna.
Áætlaður kostnaður vegna þessa er kr. 983.000. Byggðarráð samþykkir fjárveitinguna og ákveður að vísa málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
5.Útboð á þjónustu verktaka í iðnaði á landsvísu
Málsnúmer 1105092Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Ríkiskaupum þar sem kynnt er fyrirhugað rammasamningsútboð ríkisins á þjónustu verktaka í iðnaði fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins á landsvísu. Byggðarráð samþykkir að taka ekki þátt í útboðinu og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
6.Aðalfundarboð 23. júní 2011
Málsnúmer 1105216Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð frá Skagafjarðarveitum, en fundurinn mun fara fram fimmtudaginn 23. júní n.k. kl. 14 í húsi Skagafjarðarveitna. Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar eða varamenn þeirra, sem sjá sér fært að mæta, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
7.Aðalfundarboð 20. júní
Málsnúmer 1106044Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. sem fram fer í Reiðhöllinni Svaðastöðum 20. júní nk. kl. 17.
Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson og Jón Magnússon fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Flugu ehf. Jafnframt samþykkir byggðarráð að Viggó Jónsson og Jón Magnússon verði tilnefndir sem aðalfulltrúar sveitarfélagsins í stjórn félagsins og til vara Hlín Jóhannesdóttir og Guðný Axelsdóttir.
8.Baldurshagi 146694 - Sólvík Umsagnarbeiðni.
Málsnúmer 1106024Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er eftir umsögn frá sveitarfélaginu varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Sólvík á Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.
9.Laufhóll 146415 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1106027Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sýslumanninnum á Sauðárkróki þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á landi á jörðinni Laufhól.
10.Nýbúafræðsla 2011 - endanlegt framlag
Málsnúmer 1105229Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Innanríkisráðuneytinu varðandi endanlegt framlag til nýbúafræðslu.
11.Velferðarsjóður íþróttahreyfingarinnar
Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar reglur um velferðasjóð íþróttahreyfingar frá Félags- og tómstundanefnd. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og gerir ekki athugasemdir við reglurnar.
12.Ársfundur Byggðastofnunar
Málsnúmer 1105167Vakta málsnúmer
Lögð fram tilkynning um að ársfundi Byggðarstofnunar hafi verið frestað.
Fundi slitið - kl. 11:20.
Árni Gunnarsson og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson frá Skottu kvikmyndafélagi og Sviðsljósum komu til fundarins og kynntu starfsemi sinna fyrirtækja og klasastarfsemi sem þeir eru með á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til Atvinnu- og ferðamálanefndar til umfjöllunar.