Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

484. fundur 09. júlí 2009 kl. 09:00 - 11:52 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer

Jón Örn Berndsen, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu framkvæmda og þær breytingar sem gerðar hafa verið á hönnunarforsendum til hagræðingar.

2.Íþróttahús við sundlaug - Hofsbót

Málsnúmer 0805090Vakta málsnúmer

Fulltrúar Sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar komu á fundinn til að fara nánar yfir tilboð sitt til sveitarfélagsins varðandi íþróttahússbyggingu við sundlaugina á Hofsósi. Einnig sat Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur sem ætlað er að leggja fram nánari upplýsingar um framkvæmdina fyrir næsta eða þar næsta byggðarráðsfund, sem byggðarráð getur lagt til grundvallar afstöðu sinni til þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu. Í starfshópnum verði formaður byggðarráðs, sveitarstjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs auk fulltrúa Sjálfseignarstofnunarinnar Hofsbótar.

3.Rokland - kvikmyndagerð - ósk um stuðning

Málsnúmer 0907010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Pegasus ehf þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við gerð kvikmyndarinnar Rokland. Um er að ræða ósk um mannafla, aðstöðu og beina fjármuni.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um fjárstyrk, en heitir stuðningi við verkefnið með öðrum hætti eftir því sem aðstæður leyfa og þá í samráði við sveitarstjóra.

4.Gagnaveita - Aðalfundarboð v. 2008

Málsnúmer 0907007Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Gagnaveitu Skagafjarðar 2008. Fundurinn verður haldinn 10. júlí 2009.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjá sér fært að mæta á fundinn fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gísla Árnason í stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar ehf í stað Gunnars Braga Sveinssonar.

5.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón

Málsnúmer 0811015Vakta málsnúmer

Lögð fram tjónaskýrsla Siglingastofnunar vegna tjóns er varð á hafnarmannvirkjum sveitarfélagsins í Haganesvík, Hofsósi og Sauðárkróki í óveðri dagana 23.-27. október 2008. Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu mála.

6.Vátryggingaryfirlit veitu- og hafnarmannvirkja, verðlag 01.01.2009

Málsnúmer 0903016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar vátryggingayfirlit Viðlagatryggingar Íslands yfir endurstofnverð veitu- og hafnarmannvirkja sveitarfélagsins pr. 1. janúar 2009.

7.Rekstr.uppl. sveitarfélagsins og fyrirtækja 2009

Málsnúmer 0903083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar - maí 2009.

8.SSNV - Ársskýrsla 2008

Málsnúmer 0907008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla SSNV fyrir árið 2008.

9.Slysavarnafélagið Landsbjörg - til upplýsingar

Málsnúmer 0902066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu þar sem kynnt er gæsla björgunarsveitanna á nokkrum stöðum á hálendi Íslands tímabilið 25. júní - 10. ágúst 2009.

10.Fundargerðir Skagafjarðarveitna 2009

Málsnúmer 0901085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Skagafjarðarveitna ehf. frá 6. júlí 2009, 122. fundur.

Fundi slitið - kl. 11:52.