Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Aðalfundur Landssamtaka landeigenda
Málsnúmer 1102022Vakta málsnúmer
2.19. ársþing SSNV
Málsnúmer 1102045Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf þar sem stjórn SSNV óskar eftir því við aðildarsveitarfélög SSNV að 19. ársþingi verði frestað og það verði haldið fyrir lok ágústsmánaðar 2011 í staðinn fyrir apríllok eins og kveðið er á um í samþykktum samtakanna.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við frestunina.
3.Sólgarðaskóli - sumarleiga
Málsnúmer 1102050Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni þar sem hann óskar eftir því að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu í sumar, ásamt skólastjórabústað á Sólgörðum, vegna ferðaþjónustureksturs.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur skólastjóra Grunnskólans austan Vatna og starfsmanni eignasjóðs að ganga til samninga við Örn á svipuðum nótum og undanfarin ár.
4.Kjarasamningsumboð
Málsnúmer 1102047Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög:
Félag stjórnenda leikskóla, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu, Iðjuþjálfafélag Íslands.
Einnig samþykkir byggðarráð að endurnýja samningsumboð vegna eftirfarandi stéttarfélaga:
Félag leikskólakennara, Félag tónlistarkennara, Félag ísl. hljómlistarmanna, Félag grunnskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Kjarafélag tæknifræðingafélags Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Þroskaþjálfafélag Íslands, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Samiðn v/Iðnsveinafélags Skagafjarðar, SGS v/Öldunnar - stéttarfélags, Stéttarfélag verkfræðinga.
5.Lífshlaupið
Málsnúmer 1102038Vakta málsnúmer
6.Auglýst eftir umsóknum um Unglingalandsmót 2013 og 2014
Málsnúmer 1102021Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. Unglingalandsmóts UMFÍ, verslunarmannahelgina árið 2013 og 17. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2014.
Byggðarráð lýsir yfir eindregnum vilja til að styðja umsókn frá UMSS vegna þessara móta.
Fundi slitið - kl. 09:33.
Lagt fram boð um aðalfund Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), fimmtudaginn 17. febrúar 2011 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni landbúnaðarnefndar erindið til afgreiðslu.