Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Dagvist aldraðra Sumarlokanir 2011
Málsnúmer 1104156Vakta málsnúmer
Nefndin hóf fund sinn í Dagvist aldraðra á Sauðárhæðum og kynnti sér þjónustu og aðstöðu.
Jafnframt fjallað um sumarlokanir Dagvistar 2011 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Skv. uppl. félagsmálastjóra hafa fundist viðunandi lausnir til að mæta þeirri þjónustuskerðingu sem lokanirnar hafa í för með sér.
2.Beiðni um fjárstuðning 2011
Málsnúmer 1105021Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita Tómstundahóp RKÍ kr. 150.000 í styrk í samræmi við fjárhagsáætlun nefndarinnar og færist af gjaldalið 02130 (félagsleg liðveisla). Tómstundahópur RKÍ er vettvangur frístundastarfs fatlaðs fólks í Skagafirði.
3.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011
Málsnúmer 1105038Vakta málsnúmer
Samþykktur er styrkur uppá kr. 50.000 til Aflsins sem eru samtök á Norðurlandi sem veita fórnarlömbum ofbeldis ráðgjafar- og stuðningsþjónustu. Styrkurinn færist af gjaldalið 02890 og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
4.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Samþykkt 5 erindi í 4 málum. Sjá trúnaðarbók
5.Rekstur sundlauga sumarið 2011
Málsnúmer 1103081Vakta málsnúmer
Frístundastjóri kynnir afgreiðslutíma sundlauganna í sumar.
6.Rekstrarsamningur um slátt á íþróttavelli Hofsósi
Málsnúmer 1105034Vakta málsnúmer
Frístundstjóri kynnir fyrirkomulag á umhirðu íþróttasvæðisins á Hofsósi. Gerður hefur verið samningur við rekstraraðila þriggja tjaldsvæða í Skagafirði um slátt á vellinum. Umsjónarmaður íþróttamannvirkja sér um merkingar og aðra umhirðu á svæðinu.
7.Rekstrarsamningur sundlaugar á Sólgörðum
Málsnúmer 1105033Vakta málsnúmer
Frístundastjóri kynnir drög að samningi sem fyrir liggur við umsóknaraðila að rekstrinum á sundlauginni. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þessi áform.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Áheyrnarfulltrúar viku af fundi undir liðnum trúnaðarmál.
Aðalbjörg Hallmundsdóttir kynnti trúnarmál.
Gunnar Sandholt sat fund undir dagskrárliðum 1 - 4.
María Björk og Ótthar sátu fund undir dagskrárliðum 5 - 7.