Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum

Málsnúmer 2006139

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 280. fundur - 24.09.2020

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að útfæra framkvæmd verkefnisins og leggja fram drög að reglum á næsta fundi ráðsins

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 281. fundur - 22.10.2020

Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 937. fundur - 28.10.2020

Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Vísað frá 939. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 287. fundur - 15.03.2021

Kynnt var staða á greiddum styrkjum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á tekjulágum heimilum. Alls hefur sveitarfélagið greitt út 25 styrki að upphæð tæpar 770.000 krónur.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 292. fundur - 01.09.2021

Lagt fram minnisblað um fjölda þeirra sem fengið hafa styrki úr sérstöku verkefni sem Félagsmálaráðuneytið setti á stofn og ber heitið ,,Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum".