Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum
Málsnúmer 2006139
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 281. fundur - 22.10.2020
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 937. fundur - 28.10.2020
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020
Vísað frá 939. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Vísað frá 281. fundi félags- og tómstundanefndar. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 287. fundur - 15.03.2021
Kynnt var staða á greiddum styrkjum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á tekjulágum heimilum. Alls hefur sveitarfélagið greitt út 25 styrki að upphæð tæpar 770.000 krónur.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 292. fundur - 01.09.2021
Lagt fram minnisblað um fjölda þeirra sem fengið hafa styrki úr sérstöku verkefni sem Félagsmálaráðuneytið setti á stofn og ber heitið ,,Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum".
Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög. Styrkirnir eru veittir af sveitarfélögum á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Sveitarfélög setja sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum fjölskyldusviðs að útfæra framkvæmd verkefnisins og leggja fram drög að reglum á næsta fundi ráðsins