Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Námskeið um aðgerðaráætlun í jafnréttismálum
Málsnúmer 1010095Vakta málsnúmer
2.Umsókn um kerrustyrk
Málsnúmer 1010140Vakta málsnúmer
Samþykkt að greiða 45.000 kr styrk til kaupa á kerru sbr.fyrri samþykkt félags- og tómstundanefndar.
3.Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi
Málsnúmer 1010139Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita Dóru Ingibjörg Valgarðsdóttur endurnýjað leyfi til daggæslu barna. Öll vottorð liggja fyrir.
4.Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu á einkaheimili
Málsnúmer 1010154Vakta málsnúmer
Guðrún Gunnsteinsdóttir hefur sótt um endurnýjun daggæsluleyfis í nýju húsnæði. Fyrirliggjandi er vottorð frá Brunavörnum. Leyfið veitt.
5.Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Málsnúmer 1009169Vakta málsnúmer
Lögð fram umsögn fræðslustjóra. Samþykkt að fresta ákvörðun um málið þar til drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana árið 2011 liggur fyrir.
6.Fyrirspurn um laun stuðningsfulltrúa í fermingarferðalagi
Málsnúmer 1010179Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið hefur þegar tekið á sig að greiða fastan launakostnað starfsmanns í umræddri ferð. Erindið snýst um hvort sveitarfélagið eða kirkjan greiði umframkostnað vegna vaktaálags.
Félags- og tómstundanefnd fellst ekki á að greiða umframkostnaðinn og telur rétt að kirkjan tryggi sjálf að öll fermingarbörn sitji við sama borð í slíkum ferðum.
7.Tilkynning um samþykktan styrk með fyrirvara
Málsnúmer 1010134Vakta málsnúmer
Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans skýrir frá nýju sjálfboðaliðaverkefni sem hlotið hefur styrk frá Evrópu unga fólksins.
8.Rannsókn á líðan og lífsstíl unglinga
Málsnúmer 1010082Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Ekki verður sendur fulltrúi frá Frístundasviði að þessu sinni.
9.Umsókn um launalaust ársleyfi frá störfum
Málsnúmer 1010180Vakta málsnúmer
Sævar Pétursson íþróttafulltrúi óskar eftir við sveitarstjóra, að fá ársleyfi frá störfum. Staðan verður auglýst á næstu dögum.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Erindi lagt fram til fróðleiks. Ákveðið að senda ekki fulltrúa að þessu sinni.