Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Málsnúmer 1009169
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 165. fundur - 26.10.2010
Lögð fram umsögn fræðslustjóra. Samþykkt að fresta ákvörðun um málið þar til drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana árið 2011 liggur fyrir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 22.02.2011
Tillaga um breytingu á 10. gr. reglna um niðurgreiðslu dagvistar barna á einkaheimilum lögð fram til kynningar. Endanleg ákvörðun verður tekin á næsta fundi.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 170. fundur - 22.03.2011
Samþykkt breyting á tíundu grein reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum. Breyting var gerð á fyrstu málsgrein og þriðja og fjórða lið greinarinnar. Breytingin gildi í eitt ár frá 1. september 2011.
10. Niðurgreitt er með eftirfarandi hætti fyrir börn fram að þeim tíma er barni býðst leikskólapláss:
- Fyrir börn einstæðra foreldra og foreldra þar sem báðir aðilar eru í fullu námi getur niðurgreiðsla hafist um mánaðarmót eftir 6 mánaða aldur barns.
- Fyrir öll önnur börn hefst niðurgreiðsla um mánaðarmót eftir 9 mánaða aldur barns.
- Hafni foreldrar leikskólaplássi fyrir barn sem orðið er 18 mánaða helmingast niðurgreiðslan og fellur að fullu niður eftir 24 mánaða aldur barnsins.
- Ef um sérstakar félagslegar eða heilsufarslegar aðstæður er að ræða er hægt að sækja um undanþágu frá ofangreindum aldursmörkum til félags- og tómstundanefndar.
Vísað til Sveitarstjórnar til samþykktar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Málinu var vísað frá fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. mars 2011 til staðfestingar í sveitarstjórn. Reglur un niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimhúsum, bornar undir atkæði og samþykktar samhljóða.
Afgreiðsla 170. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Ræddar breytingartillögur á 10. grein reglna um niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum, varðandi aldurstakmörk.
Tillögurnar sendist til umsagnar fræðslustjóra og verði teknar aftur fyrir á næsta fundi til ákvörðunar.