Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

122. fundur 01. apríl 2008 kl. 13:00 - 14:50 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir frístundastjóri, Gunnar Sandholt félagsmálastjóri.
Dagskrá

1.Laun Vinnuskóla sumarið 2008

Málsnúmer 0804007Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd leggur til við byggðarráð að laun vinnuskólans sumarið 2008 verði sem hér segir:
7. bekkur 305/klst
8. bekkur 350/klst
9. bekkur 420/klst
10. bekkur 510/klst

2.Foreldraráð Varmahlíðarskóla - styrkumsókn 2008

Málsnúmer 0803090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2008

Málsnúmer 0803089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun samninga við Flugu hf

Málsnúmer 0801081Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar.

5.Endurskoðun leigusamn. við FNV um Íþróttahús og Sundlaug, Skr.

Málsnúmer 0801080Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar.

6.Auglýsing: Umsókn v. 13. Unglingalandsmóts UMFÍ

Málsnúmer 0801064Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd fagnar umsókn UMSS um að fá að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2010 og samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

7.Tindastóll-aðalstjórn umsókn um að halda siglinganámskeið

Málsnúmer 0803091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Frístundastjóra falið að ræða við forsvarsmann umsóknarinnar.

- María Björk Ingvadóttir vék af fundi.

8.Liðveisla - ferðakostnaður

Málsnúmer 0804004Vakta málsnúmer

Samþykkt beiðni Skagafjarðardeildar RKÍ um greiðslu liðveislu vegna ferðar til Reykjavíkur í apríl, allt að kr. 100.000. Gjaldaliður 02-130.

9.Liðveisla - Tómstundahópur

Málsnúmer 0804005Vakta málsnúmer

Samþykkt umsókn Skagafjarðardeildar RKÍ f.h. Tómstundahóps fatlaðra um 200.000 kr. styrk til starfsins. Gjaldaliður 02-130.

10.Starfsendurhæfing

Málsnúmer 0802014Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir starfi undirbúningshóps um starfsendurhæfingu. M.a. er rætt minnisblað um rekstrarfyrirkomulag þar sem lagt er til að kannaðir séu kostir þess að tengjast Starfsendurhæfingu Norðurlands með beinum hætti. Félags- og tómstundanefnd felur félagsmálastjóra að vinna áfram að málinu og fellst á fyrir sitt leyti að rætt sé við Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Fundi slitið - kl. 14:50.