Fara í efni

Endurskoðun samninga við Flugu hf

Málsnúmer 0801081

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 118. fundur - 21.01.2008

Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að ræða við forsvarsmenn íþróttahreyfingar og Reiðhallar um nýtingu á henni miðað við gildandi samning.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðslu málsins var frestað á 227. fundi sveitarstjórnar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 124. fundur - 06.05.2008

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samninginn við Flugu og vísar til Byggðaráðs,með fyrirvara um að málaflokknum verði úthlutað fjármagni sem nægir til að fullnægja styrkgreiðslu skv. 1. gr. þar sem ekki var gert ráð fyrir þessari hækkun í gildandi fjárhagsáætlun.
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að greiðsla skv. 4. grein samningsins verði ekki tekin af fjárheimildum nefndarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 433. fundur - 08.05.2008

Erindi vísað frá 124. fundi félags- og tómstundanefndar.
Lagður fram samningur milli Flugu hf og sveitarfélagsins til fjögurra ára um m.a. kaup á allt að 540 tímum á ári fyrir íþróttafélög, Iðju og sérdeild Árskóla. Kostnaður vegna samningsins er 4.500.000 kr. á ári sem verðbætast.
Byggðarráð staðfestir samninginn og samþykkir að hækka fjárveitingu á málaflokki 06 um kr. 2.000.000 vegna samningsins í heild. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Endurskoðaður samningur við Flugu hf borinn upp sérstaklega á 228. fundi sveitarstjórnar og afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Afgreiðsla 124. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.