Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2008
Málsnúmer 0803089
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 122. fundur - 01.04.2008
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 226. fundur - 16.04.2008
Lagt fram á 226. fundi sveitarstjórnar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 124. fundur - 06.05.2008
Afgreiðslu frestað þar til ársskýrsla og reikningar liggja fyrir.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 124. fundi félags- og tómstundanefndar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 125. fundur - 27.05.2008
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að styrkja Skotfélagið Ósmann um 100 þúsund krónur til uppbyggingar á svæði félagsins en bendir jafnframt á að styrkir til íþróttamála eru einkum ætlaðir til þess að styðja við barna- og unglingastarf. Sú uppbygging, sem þegar hefur verið styrkt, kom til vegna Landsmóts U.M.F.Í. 2004. Skal þetta tekið af gjaldalið 06630.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008
Afgreiðsla 125. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 126. fundur - 18.06.2008
Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Ósmann þar sem fram kemur að félagið sinnir fræðslustarfi fyrir unglinga á aldrinum 15-18 ára sem með samþykki foreldra sinna mega stunda þessa íþrótt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Lagt fram til kynningar á 230. fundi sveitarstjórnar.