Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2009 Æskulýðs-og íþróttamál

Málsnúmer 0810033

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Lagt fram á 235. fundi sveitarstjórnar 21.10.08.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 28.10.2008

Lögð fram drög frístundastjóra að fjárhagsáætlun 2009. Nefndin vísar fyrirliggjandi drögum til byggðarráðs með fyrirvara um breytingar á síðari stigum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 132. fundur - 04.11.2008

Lagt er til við byggðaráð að gjaldskrá íþróttamannvirkja verði óbreytt á næsta ári. Leigusamningar sem í gildi eru verði óbreyttir.
Lagt til að innri leiga skólanna og styrkur til íþróttahreyfingarinnar fyrir afnot af íþróttamannvirkjum verði leiðrétt í samræmi við notkun og raunkostnað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008

Lagt fram á 236. fundi sveitarstjórnar 04.11.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 132. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 135. fundur - 09.12.2008

Frístundastjóri leggur fram tillögur að breytingum til lækkunar á fjárhagsáætlun um 2,0 milljónir 2009.
Félags- og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að ungmenni,16-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, fái þjónustukort frá sveitarfélaginu sem veiti þeim frían aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins. María Björk Ingvadóttir vék af fundi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 135. fundar félags- og tómstundanefndar 09.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 136. fundur - 20.01.2009

Formaður kynnir tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir 2009:
Lagt er til að heildarlækkun í 06 málaflokknum nemi 2.429.000.-
Æskulýðs-og tómstundamál um 902.000,- og Íþróttamál um 1.527.000.-
Félags- og tómstundanefnd samþykkir þessar breytingar samhljóða,og vísar til Byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 136. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.