Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

138. fundur 17. febrúar 2009 kl. 09:15 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir; Gunnar Sandholt stjórar frístunda- og félagsmála
Dagskrá

1.Aflið - styrkbeiðni 2009

Málsnúmer 0901086Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur til Aflsins, samtaka á Norðurlandi gegn kynferðis- og heimilisofbeldi kr. 100.000, greiðsit af gjl. 02890 - 09935.

2.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir 2009

Málsnúmer 0812019Vakta málsnúmer

Synjað

3.Kvennaathvarfið rekstrarstyrkur 2009

Málsnúmer 0811001Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur til Kvennaathvarfsins kr. 50.000, greiðist af gjl. 02890-09935.

4.Umsókn um styrk 2009 til félagsstarfs eldri borgara

Málsnúmer 0809029Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur til Félags eldri borgara í Skagafirði, kr. 250.000, greiðist af gjl. 02400-09935.

5.Félag eldri borgara Hofshr. styrkur til félagsstarfs 2009

Málsnúmer 0902022Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur til félagsstarfs eldri borgara á Hofsósi, kr. 90.000, greiðist af gjl. 02400-09935.

6.Starf eldri borgara Löngumýri

Málsnúmer 0902040Vakta málsnúmer

Samþykktur styrkur til félagsstarfs eldri borgara á Löngumýri, kr. 90.000, greiðsit af gjl. 02400-09935.

7.Málefni dagmæðra

Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer

Formaður gerði grein fyrir fundi sínum með fulltrúum dagmæðra á Sauðárkróki um bætta starfsaðstöðu þeirra. Nefndin telur mikilvægt að huga að þessum málum nú þegar aukin eftirspurn er eftir þessari þjónustu.
Formanni falið að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs um mögulegar úrbætur á leikvöllum/útivistarsvæðum.
Félagsmálastjóra falið að ræða við fræðslustjóra um samræmingu aðgerða.
Ákveðið að taka málið aftur fyrir á næsta fundi
Gunnar M. Sandholt vék af fundi

8.Ungt fólk og lýðræði - ráðstefna

Málsnúmer 0902024Vakta málsnúmer

María Björk Ingvadóttir og Sævar Pétursson komu á fundinn.
Frístundastjóri kynnir boð UMFÍ um ráðstefnu á Akureyri 4. til 5. mars nk. sem á að stuðla að aukinni þátttöku ungs fólks í lýðræðinu, m.a. í gegnum ungmennaráð sveitarfélaga. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að senda fulltrúa úr Ungmennaráði Skagafjarðar ásamt starfsmanni Frístundasviðs enda rúmast kostnaður við þá ferð innan fjárhagsáætlunar.

9.Unglingalandsmót UMFÍ 2009 - umsókn

Málsnúmer 0902023Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir ákvörðun stjórnar UMFÍ um að þekkjast boð UMSS að halda Unglingalandsmót á Sauðárkróki um næstu verslunarmannahelgi. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ kemur á fundinn og kynnir hver næstu skref í undirbúningi verða. Félags-og tómstundanefnd fagnar ákvörðun UMFÍ.

10.Íþróttamaður Skagafjarðar

Málsnúmer 0902004Vakta málsnúmer

Íþróttafulltrúi kynnir drög að reglum á vali íþróttamanns Skagafjarðar. Félags-og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tilnefna fulltrúa í valnefndina.

Fundi slitið - kl. 11:00.